Fleiri fréttir

Bótasvikahnappur gegn svikurum

Tryggingastsofnun leitar nú til almennings eftir uplýsingum um bótasvik einstaklinga, sem fólk kann að verða áskynja um, og heitir því að fara með allar ábendingar sem trúnaðarmál.

Sótt um á allra næstu dögum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ákvörðun Alþingis um að sækja um aðild að Evrópusambandinu vera sögulega. Atkvæðagreiðslan í þinginu í dag sé líklega ein sú ánægjulegasta sem hún hafi tekið þátt í vegna þess að hún hafi mikla þýðingu fyrir Ísland.

Grýtti vískípela í tjaldvörð

21 árs karlmaður var í dag dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í 60 daga fyrir að kasta viskípela í síðu á tjaldverði þann 18. júlí 2008. Atvikið átti sér stað á tjaldstæðinu í Þrastarlundi og hafði þær afleiðingar að tjaldvörðurinn hlaut ílangan marblett vinstra megin á brjóstkassa aftanverðum, rétt neðan herðablaðs, bólgu þar undir og þreifieymsli.

Vonar að sumarþingi ljúki í næstu viku

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vonast til þess að hægt verði að ljúka sumarþingi undir lok næstu viku. Enn eru nokkur mál sem eftir á að afgreiða og er Icesave samkomulagið líklegast þeirra stærst.

Orkusjóður úthlutar styrkjum fyrir 158 milljónir

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur staðfest tillögur Orkuráðs um styrki úr Orkusjóði til rannsókar- og kynningarverkefna fyrir árið 2009. Alls er um 13 styrki að ræða fyrir rúmar 158 milljónir króna. Styrkirnir eru veittir verkefnum sem beinast að nýtingu innlendra orkugjafa og hagkvæmri orkunotkun.

Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði

Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum.

Þurfum hagstæðan samning fyrir sjávarútveg og landbúnað

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú þegar búið er að samþykkja að fara í aðildarviðræður við ESB sé markmiðið að ná sem hagstæðustum samningum. „Þarna er ég einkum að hugsa um sjávarútveginn og landbúnaðinn,“ segir Vilhjálmur.

Mikilvægt skref fyrir endurreisn Íslands

„Ég tel að þetta sé afar mikilvægt skref í endurreisn Íslands en jafnframt líka fyrir okkar pólitísku stöðu, segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands um þá ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Steingrímur Hermannsson vonar að þjóðin hafni aðild

„Ég bind ennþá vonir við það að þjóðin hafni því sem út úr þessu kann að koma," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og stjórnarmaður í Heimssýn, um samþykkt ESB þingsályktunartillögunar á Alþingi í dag. Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 27 að fara í aðildarviðræður.

Evrópusinnar bíði með að fagna

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópuseturs Háskólans á Bifröst, segir samþykkt Alþingis að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið vera mjög merkilega niðurstöðu. Langur og grýttur vegur sé hinsvegar framundan.

Ísland sækir um aðild að ESB

Íslendingar munu sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í dag. Alls 33 þingmenn greiddu tillögunni atkvæði sitt, en 27 greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Guðfríður Lilja situr hjá

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sat hjá í atkvæða greiðslu um tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB. Búist var við því að hún myndi greiða atkvæði gegn tillögunni.

Varaformaður Framsóknar vill í aðildarviðræður

Birkir Jón Jónsson, varamaður Framsóknarflokksins, greiddi atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB. Hann sagði það brýnt að í þessu máli greiddi hver þingmaður atkvæði samkvæmt sinni eign sannfæringu.

Þorgerður situr hjá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sat hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB. Hún sagðist vilja í aðildarviðræður en ekki án þess að gera það í fullri sátt við þjóðina.

Ragnheiður sagði já við tillögu um aðildarumsókn að ESB

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði með tillögu um aðildarumsókn að ESB rétt í þessu. Hingað til er Ragnheiður fyrst sjálfsstæðismanna á þingi til að greiða atkvæði með tillögunni.

Ríkisendurskoðun fær bókhald flokkanna til skoðunar

Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa ásamt Borgarahreyfingunni undirritað samkomulag um að Ríkisendurskoðun verði falið, með sérstakri lagaheimild, að veita viðtöku og birta upplýsingar um öll bein fjárframlög til þeirra sem og önnur framlög sem metin eru að fjárhæð 200.000 kr. eða meira á árunum 2002 til 2006 að báðum árum meðtöldum.

Alþingi hafnaði tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu

Alþingi felldi breytingatillögu Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 30 þingmenn greiddu tillögunni atkvæði sitt en 32 þingmenn greiddu atkvæði á móti.

Atkvæðagreiðsla um ESB umsókn hafin

Atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að Evrópusambandinu hófst á slaginu tólf á hádegi. Það gæti þó liðið smá tími þar til að niðurstaða verður ljós því þingmenn flykkjast nú í pontu til að gera ahugasemdir við atkvæðagreiðsluna.

Tryggingastofnun: Bendið okkur á bótasvik

Hægra megin á vefsíðu Tryggingastofnunar hefur verið komið fyrir hnappi sem leiðir að ábendingaformi fyrir meint bótasvik úr almannatryggingakerfinu, að því er kemur fram í tilkynningu.

Gerir athugasemd við skýrslu Hagfræðistofnunar

„Það er mikilvægt að umræða og mikilvægar ákvarðanir byggi á réttum upplýsingum," segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands vegna skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif af inngöngu í ESB á

ESB atkvæðagreiðsla: Spennan eins og í kappleik

Sigmundur Ernir Rúnarsson og Magnús Orri Schram, nýir þingmenn Samfylkingarinnar, sammælast um að mikil spenna sé í Alþingishúsinu nú, en greidd verða atkvæði um aðildarumsókn að ESB upp úr hádegi í dag.

Þingmenn reiðubúnir til að taka ákvörðun um ESB umsókn

„Þingmenn eru meira en tilbúnir til að taka þessa ákvörðun," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við upphaf þingfundar klukkan tíu. Umræður um þingsályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu hófust á Alþingi klukkan tíu.

Viðbúnaður á Reykjavíkurflugvelli

Viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um tíuleytið í gærkvöldi þegar flugmaður á erlendri lítilli ferjuflugvél tilkynnti að viðvörunarljós sýndi að nefhjól vélarinnar virtist ekki hafa farið alveg niður.

Ók um stíga á golfvelli

Golfarar á golfvelli í Grímsnesi í Árnessýslu tóku lögin í sínar hendur í gærkvöldi og stöðvuðu sjálfir akstur manns sem var að aka á stígum á vellinum.

Ók á rúmlega tvöföldum löghraða

Ungur ökumaður var stöðvaður innanbæjar á Selfossi í gærkvöldi eftir að bíll hans hafði mælst á 80 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30.

Stórþjófnaður í innbroti á Selfossi

Brotist var inn í tölvu- og raftækjaverslun við Eyrarveg á Selfossi um eittleytið í nótt og þaðan stolið þó nokkrum tölvum og öðrum búnaði.

Bjóða upp á kanósiglingu á Tjörninni

Landnemar, þróunar­hópur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur, munu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum út júlí bjóða fólki upp á að sigla á kanóum um Reykjavíkurtjörn.

Segir samþykkt Icesave munu minnka atvinnuleysi

Ríkissjóður stendur vel undir þeim skuldbindingum sem Icesave-samningurinn leggur á herðar þjóðinni. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabanka Íslands um málið. Seðlabankastjóri, Svein Harald Øygard, segir að verði Icesave samþykkt verði minna atvinnuleysi að ári og staða fyrirtækjanna betri. Það að fella samninginn komi Íslendingum ekki undan því að borga.

Um 150 mál bíða afgreiðslu

„Nú erum við að sigla inn í sumarleyfatímabil. Þá hægist á starfseminni, eins og hjá öðrum fyrirtækjum og því gæti afgreiðsla umsókna tekið um fjórar til fimm vikur,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, spurð hversu langan tíma það taki að afgreiða umsóknir hjá þeim.

Neikvæðir vextir eru í Svíþjóð

Innlán fjármálastofnana hjá seðlabanka Svíþjóðar bera nú neikvæða vexti. Vextirnir eru -0,25 prósent. Fjármálastofnanir þurfa því í raun að greiða fyrir að geyma innstæður sínar í Seðlabanka Svíþjóðar.

Sala á húsgögnum hrynur

„Það hefur verið verulegur samdráttur í varanlegum neysluvörum að undanförnu,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Hreindýraveiðin hófst í gær

Hreindýraveiðitímabilið hófst í gær, en mikil aðsókn hefur verið í veiðileyfin. Sami fjöldi leyfa var gefinn út í ár og í fyrra, 1.333 talsins. Þó er breyting á þeim svæðum sem heimilt er að skjóta dýrin á.

Sölunni á HS orku er lokið

Bæjarstjórn Reykjanes­bæjar hefur samþykkt að kaupa 32 prósenta hlut Geysis Green Energy (GGE) í HS veitum og þar með á Reykjanesbær 66,75 prósent í fyrirtækinu. Kaupverðið er 4,3 milljarðar króna. Auk þess var samþykkt að selja GGE 34 prósenta hlut Reykjanesbæjar í HS orku fyrir 13,1 milljarð króna. Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki í vetur, HS veitur og HS orku. HS veitur annast dreifingu á rafmagni, hita og ferskvatni. HS orka annast orkuframleiðslu og raforkusölu.

Ráðuneyti rannsaki ásakanir um einelti

„Ásökun starfsmanns um að forstöðumaður opinberrar stofnunar beiti sig einelti eða bregðist ekki við einelti annarra starfsmanna, á almennt séð að gefa ráðherra tilefni til að kanna með sjálfstæðum hætti hvort grundvöllur sé fyrir slíkri ásökun,“ segir í áliti umboðsmanns Alþingis.

Gefendur ráða hvort framlög eru upplýst

Ef gefendur fjár til stjórnmálaflokka á árunum 2002 til 2006 vilja ekki að nöfn þeirra verði opinberuð verður slíkt ekki gert. Þetta kemur fram í nýjustu drögunum að frumvarpi um fjármál stjórnmálasamtaka.

Selja íbúðabréf í ríkiseigu

Seðlabankinn hélt í gær útboð á hluta þeirra íbúðabréfa sem lögð voru fram til tryggingar verðbréfalánum og ríkissjóður yfirtók síðastliðinn vetur. Alls bárust tilboð að fjárhæð 4.790 milljónir króna í hinn nýja flokk og var meðalávöxtunarkrafa bréfanna 3,89 prósent.

Nýtt fiskabúr í anddyri Vesturbæjarlaugar

Söfnun fyrir nýju fiskabúri í Vesturbæjarlaug hófst í síðustu viku en stórt og mikið fiskabúr var í anddyri laugarinnar til ársins 1985. Félagið Mímir – vináttufélag Vesturbæjar stendur fyrir söfnuninni.

Fimm fengu styrk

Fimm Íslendingar hlutu í ár styrk til framhaldsnáms í Bandaríkjunum frá Fulbright-stofnuninni á Íslandi. Námsmennirnir halda utan nú í sumarlok.

Nýskráningar ökutækja sjöfalt færri en árið 2006

Nýskráningar innfluttra ökutækja, notaðra og nýrra, er tæplega sjöfalt minni fyrstu sex mánuði ársins 2009 en á sama tíma árið 2006. Árið 2009 hafa nýskráningar verið 2.819 fram til júlí en á sama tímabili voru þær 18.276 árið 2006. Þetta er um 85 prósenta minnkun. Frá bankahruni hafa þær verið um þrjú þúsund. Í hugtakinu ökutæki eru öll skráð ökutæki, allt frá vélsleðum til vörubíla.

Bresk sveitar­félög fá greitt

Samið hefur verið um að greiða fyrsta hluta innstæðna til breskra sveitarfélaga úr þrotabúi Kaupþings, Singer & Friedlander í lok þessa mánaðar. Greiðslan mun nema um 17,3 milljónum punda. Talið er að innstæður sveitarfélaga í Kaupþing, Singer & Friedlander hafi numið um einni billjón punda frá um 140 aðilum.

Andrea II á leiðinni til hafnar

Hvalaskoðunarbáturinn Andrea II er kominn á flot og er á leiðinni til hafnar samkvæmt lögreglunni. Báturinn strandaði í dag á sandbotni og sat skipið fast.

Sjá næstu 50 fréttir