Innlent

Selja íbúðabréf í ríkiseigu

Seðlabankinn hélt í gær útboð á hluta þeirra íbúðabréfa sem lögð voru fram til tryggingar verðbréfalánum og ríkissjóður yfirtók síðastliðinn vetur. Alls bárust tilboð að fjárhæð 4.790 milljónir króna í hinn nýja flokk og var meðalávöxtunarkrafa bréfanna 3,89 prósent.

Í fréttatilkynningu frá Lánasýslu ríkisins segir að Seðlabankinn muni selja íbúðabréfin í nokkrum skömmtum. Ákvörðun um selt magn muni ráðast af ávöxtunarkröfu á eftirmarkaði en öll bréf ríkissjóðs verða seld fyrir árslok.

Þetta er annað útboð á ríkis­skuldabréfum í þessari viku. Á mánudag var tilboðum fyrir um 40 milljarða tekið. Sá flokkur skuldabréfa var um tvöfalt stærri en sambærilegir flokkar sem var hleypt af stokkunum í vor. -bþa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×