Innlent

Bresk sveitar­félög fá greitt

Samið hefur verið um að greiða fyrsta hluta innstæðna til breskra sveitarfélaga úr þrotabúi Kaupþings, Singer & Friedlander í lok þessa mánaðar. Greiðslan mun nema um 17,3 milljónum punda. Talið er að innstæður sveitarfélaga í Kaupþing, Singer & Friedlander hafi numið um einni billjón punda frá um 140 aðilum.

Í frétt á vefsíðunni Local Govern­ment Chronicle segir að samtök breskra sveitarfélaga (LGA) séu ánægð með að tekist hafi verið að fá svo stóran hluta svo snemma í ferlinu. Fjárhæðin nemur um tuttugu prósentum af heildarinnstæðum sveitarfélaga.

Kaupþing, Singer & Friedlander er einn fjögurra banka sem bresk sveitarfélög áttu innstæður í sem orðið hafa gjaldþrota undanfarna mánuði.- bþa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×