Innlent

Viðbúnaður á Reykjavíkurflugvelli

MYND/bb.is

Viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um tíuleytið í gærkvöldi þegar flugmaður á erlendri lítilli ferjuflugvél tilkynnti að viðvörunarljós sýndi að nefhjól vélarinnar virtist ekki hafa farið alveg niður. Slökkvibílar og sjúkrabíll voru til taks við flugbrautina þegar vélin lenti, en lendingin gekk að óskum og allt reyndist í lagi með nefhjólið. Áður en lengra verður haldið munu flugvirkjar skoða hvers vegna viðvörunarljósið kviknaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×