Innlent

Hreindýraveiðin hófst í gær

hreindýr Þrátt fyrir að veiðileyfi kosti á bilinu 45 til 120 þúsund fá mun færri en vilja úthlutað leyfum.
hreindýr Þrátt fyrir að veiðileyfi kosti á bilinu 45 til 120 þúsund fá mun færri en vilja úthlutað leyfum.

Hreindýraveiðitímabilið hófst í gær, en mikil aðsókn hefur verið í veiðileyfin. Sami fjöldi leyfa var gefinn út í ár og í fyrra, 1.333 talsins. Þó er breyting á þeim svæðum sem heimilt er að skjóta dýrin á.

Fyrsta kastið er aðeins heimilt að skjóta tarfa, en 1. ágúst hefst veiði á kúm. Mun færri fengu leyfi en sóttu um og er fjöldi veiðimanna tilbúinn á biðlistum skyldi einhver leyfishafa forfallast. Verð leyfanna er mismunandi, en fyrir að fá að skjóta kú þarf að greiða frá 45 til 65 þúsund. Leyfin fyrir tarfana kosta hins vegar frá 80 til 120 þúsund.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×