Innlent

Stórþjófnaður í innbroti á Selfossi

Mynd/Guðmundur Þ. Steinþórsson

Brotist var inn í tölvu- og raftækjaverslun við Eyrarveg á Selfossi um eittleytið í nótt og þaðan stolið þó nokkrum tölvum og öðrum búnaði. Andvirði þýfisins hleypur á háum upphæðum og ljóst að þjófurinn eða þjófarnir hafa verið á bíl til að flytja þýfið, en þeir og bíllinn eru ófundnir. Innbrotið þykir óvenjubíræfið því Eyrarvegur er þjóðvegur til suðurs í gegnum bæinn, fyrirtækið sem rænt var er nánast í íbúðahverfi, bjart var eins og á skýjuðum degi og sjálfsagt margir enn á fótum. Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum að mannaferðum við fyrirtækið eftir miðnætti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×