Innlent

Þörf á að halda Gígju í skefjum

Allt vestara útfall Skeiðarár rennur nú í Gígjukvísl sem er vestar á Skeiðarársandi.

Reynir Gunnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar, segir á vefsíðunni Ríki Vatnajökuls að austurkvísl árinnar sé nánast horfin úr sínum fyrri farvegi. Einungis sé örlítil spræna eftir og um leið hafi vatnsmagn Gígju aukist.

Reynir bendir á að gera þurfi ráðstafanir til að halda ánni í skefjum fari Skeiðará öll í Gígju. Hann telur mannvirki ekki í hættu eins og er en gera þurfi ráðstafanir ef hlaup kemur í ánna. - bþa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×