Innlent

Fimm fengu styrk

styrkþegarnir Anna Björk, Helga Kristín, Oddný, Berglind, Elmar og Arnar.
styrkþegarnir Anna Björk, Helga Kristín, Oddný, Berglind, Elmar og Arnar.

Fimm Íslendingar hlutu í ár styrk til framhaldsnáms í Bandaríkjunum frá Fulbright-stofnuninni á Íslandi. Námsmennirnir halda utan nú í sumarlok.

Þau sem hlutu styrk í ár eru Anna Björk Einarsdóttir, Arnar Björn Björnsson, Berglind Gísladóttir, Elmar Geir Unnsteinsson og Oddný Helgadóttir. Einnig hlaut Helga Kristín Auðunsdóttir Cobb Fellowship, sem Fulbright-stofnunin veitir ár hvert til náms við Miami-háskóla.

Móttaka til heiðurs styrkþegunum var haldin á heimili Neil Klopfenstein, varasendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hinn 19. júní síðastliðinn.

- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×