Fleiri fréttir ESB-kosningar á morgun - Birgitta játar grímlausar hótanir Stefnt er að því að kjósa um aðild að ESB í hádeginu á morgun. Alls eru ellefu þingmenn á mælendaskrá en meðal þeirra er Össur SKarphéðinsson sem er flutningsmaður tillögunnar. 15.7.2009 19:02 Fóðurverksmiðja rís á Grundartanga Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga. Þær fóðurverksmiðjur sem hafa þjónað Íslendingum fram að þessu eru komnar til ára sinna og því metnaðarmál að svara kröfum nýrra tíma um aukna nákvæmni, gæði og öflugri sóttvarnir segir í tilkynningu Líflands. Ljóst er að ný tækni gjörbyltir allri aðstöðu til fóðurframleiðslu og er grunnur því að Lífland geti af öryggi þjónað íslenskum landbúnaði í framtíðinni. 15.7.2009 19:00 Bændasamtökin: Landbúnaðarskýrsla ekki fullnægjandi Bændasamtökin fagna birtingu skýrslu Hagfræðistofnunnar um hugsanleg áhrif á íslenskan landbúnað gangi Ísland í Evrópubandalagið samkvæmt tilkynningu. 15.7.2009 18:13 Innganga í ESB: Neytendur græða á kostnað landbúnaðastétta Afkoma svínabænda og kjúklingabúa mun verða verst úti gangi Ísland inn í ESB. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaraðila af Hagfræðistofnun. 15.7.2009 17:58 Flest umferðaróhöpp á Miklubraut Flest umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í fyrra urðu á Miklabrautinni, en þar urðu rúmlega 500 tjón og 110 manns slösuðust. 15.7.2009 17:35 Eftirlit með ökutækjum aukið Á föstudag verður eftirlit með ökutækjum aukið, þar sem lögreglan, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Umferðarstofa og Vegagerðin taka höndum saman við að kanna ástand eftirvagna og tengitækja á vegum landsins samkvæmt tilkynningu frá Umferðarstofu. 15.7.2009 17:15 Sviss fór í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu 2001 Svisslendingar fóru leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2001 þegar til stóð að ganga tafarlaust til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. 15.7.2009 17:09 Guðfríður Lilja vill tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, lýst yfir stuðningi við tvöfalda atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. 15.7.2009 17:03 Bátur strandaði í Kollafirði Björgunarbátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu kom fólki, á farþegabáti við Lundey í Kollafirði, til bjargar á fjórða tímanum í dag þegar farþegabáturinn strandaði. Tíu manns voru um borð en þeim var hjálpað í land og sakaði þá ekki, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þess er nú beðið að hægt verði að koma bátnum á flot aftur. 15.7.2009 16:36 Aukið umferðareftirlit á föstudaginn Eftirlit með ökutækjum verður aukið á föstudaginn, þegar lögreglan, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Umferðarstofa og Vegagerðin taka höndum saman við að kanna ástand eftirvagna og tengitækja á vegum landsins. 15.7.2009 15:52 Búið að kynna landbúnaðarskýrslu Búið er að kynna skýrslu um stöðu landbúnaðarins við inngöngu í Evrópusambandsins fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, en það var gert á fundi nefndarinnar eftir hádegi. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður 15.7.2009 15:15 Fórnarlamb svínaflensu: „Eins og hver önnur flensa“ „Þetta var bara eins og hver önnur flensa,“ segir tvítugur karlmaður sem situr nú heima í sóttkví, smitaður af svínaflensu. Maðurinn er nýkominn frá Ástralíu þar sem hann dvaldist í sex vikur ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta mannsins smitaðist einnig af flensunni en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið. 15.7.2009 15:02 Tvísýnt um ESB atkvæðagreiðsluna Atkvæðagreiðslan um tillögu ríkisstjórnarinnar að ESB verður tvísýn, að mati Skúla Helgasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Skúli vonast til að málinu ljúki í þinginu í dag. „Þetta er eitthvað það besta sem við getum gert til að gefa þjóðinni einhverja framtíðarsýn. Ég hef ennþá það mikla trú á kollegum mínum hér í þinginu að ég vona að menn hafi hagsmuni heildarinnar í huga þegar þeir greiða atkvæði," segir Skúli sem býst við viðburðarríkum degi í þinginu. 15.7.2009 14:34 1700 manns lentu í frestun atvinnubótagreiðslu Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir allt að sautjánhundruð manns hafa lent í frestun atvinnubótagreiðslu um síðustu mánaðamót. Vinnumálastofnun keyrði saman upplýsingar sínar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra til að koma upp um óútskýrðar tekjur. 15.7.2009 13:35 Mótmæla forgangsröðun í fyrirhuguðum vegaframkvæmdum Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar mótmælti á fundi sínum í gær áherslum og forgangsröðun verkefna sem fram koma í tillögum að niðurskurði á framkvæmdafé Vegagerðar ríkisins fyrir árið 2009. 15.7.2009 13:35 Grunur um að skotið hefði verið á rúðu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gærmorgun tilkynningu um að skotið hefði verið á rúðu í verslun 10-11 í Sporhömrum í Grafarvogi um nóttina. 15.7.2009 13:30 Fékk sjokk þegar bæturnar skiluðu sér ekki „Að stöðva svona greiðslu án neins fyrirvara er náttúrulega fáránlegt. Þú getur ímyndað þér sjokkið sem maður fær," segir Linda Magnúsdóttir, einstæð fjögurra barna móðir sem þiggur atvinnuleysisbætur. 15.7.2009 12:48 Papeyjarsmygl: Götuverðmæti rúmlega hálfur milljarður Götuverðmæti fíkniefnanna sem komu til landsins með skútunni Sirtaki í apríl síðastliðnum er rúmlega hálfur milljarður króna, samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ sem var gerð um svipað leyti og fíkniefnin voru haldlögð. Mest verðmæti voru fólgin í amfetamíni sendingarinnar en það er metið á tæpar þrjúhundruð milljónir króna. Lögregla telur kaupverð efnanna erlendis vera 34 milljónir króna. 15.7.2009 12:05 Saka utanríkisráðherra um að stinga landbúnaðarskýrslu undir stól Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu utanríkisráðherra í morgun um að stinga skýrslu um stöðu landbúnaðarins við inngönngu í Evrópusambandið undir stól. Skýrslan verður afhent þingmönnum í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í hádeginu. 15.7.2009 11:59 Segja Borgarahreyfinguna hafa óbreytta afstöðu til ESB Borgarahreyfingin er enn þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu nema að undangengnum aðildarviðræðum, líkt og stefna hreyfingarinnar var í aðdraganda kosninga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem framkvæmdastjóri hreyfingarinnar sendi fjölmiðlum í morgun. 15.7.2009 11:50 Lýst eftir sextán ára pilti Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu leitar að sextán ára pilti, Sæþóri Braga Sölvasyni. 15.7.2009 11:46 Sló tæp tíu klukknahljóð á flokkssystur sína Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sýndi enn fylgni við rétt fundarsköp í dag þegar hún notaði þingklukkuna tæplega tíu sinnum á flokksystur sína, Ólínu Þorvarðardóttur, undir umræðum um fundarstjórn forseta. 15.7.2009 11:01 Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. 15.7.2009 10:58 Þrjú ný svínaflensutilfelli staðfest hér á landi Þrjú ný tilfelli inflúensu A, eða svínaflensunnar, eru staðfest hérlendis. Þau eru orðin sjö talsins alls. 15.7.2009 10:13 Papeyjarsmyglið: Meintur höfuðpaur neitar sök Hollendingurinn Peter Rabe, meintur höfuðpaur í svokölluðu Papeyjarmáli, neitaði sök í málinu við þingfestingu þess í morgun. Tveir aðrir sakborningar, þeir Rúnar Þór og Árni Hrafn neita einnig sök. 15.7.2009 09:54 Efnisgjöld skila 200 milljónum í kassann Menntamálaráðherra lagði frumvarp fyrir Alþingi í gær sem heimilar framhaldsskólum að innheimta efnisgjald af nemendum sem njóta verklegrar kennslu. Ákvæðið er til bráðabirgða næstu þrjú árin. 15.7.2009 09:49 Dagskrá ríkisstjórnarfundar ekki birt annan fundinn í röð Dagskrá ríkisstjórnarfundar sem haldinn var í gær verður ekki birt eins og venjan er samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Engar nánari skýringar fengust á því. 15.7.2009 09:22 Um 9,1% atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi Að meðaltali voru 16.600 manns án vinnu og í atvinnuleit á öðrum ársfjórðungi þessa árs eða 9,1% vinnuaflsins, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. 15.7.2009 09:06 Rýrnun útflutningsverðmætis um 10 - 15 milljarða Hagsmunahópar í sjávarútvegi telja að niðurskurður á kvótum á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september, þýði að útflutningsverðmæti sjávarafurða rýrni um tíu til 15 milljarða króna. 15.7.2009 07:16 Sjófugladauði vegna vítamínskorts Sjófugladauða við Eystrasalt og hér við land má fyrst og fremst rekja til skorts á B-1 vítamíni en ekki fæðuskorts, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Stokkhólmi. 15.7.2009 07:13 Hreindýratímabilið hafið Hreindýraveiðitímabilið hefst í dag og má veiða 1.333 dýr, eða jafnmörg og í fyrra. Fyrst í stað má aðeins skjóta fullorðna tarfa, en þegar líður á tímabilið má veiða fleiri kýr en í fyrra. 15.7.2009 07:11 Hátt í 20 skip að veiða norsk-íslenska síld Stóru fjölveiðiskipin, sem voru á makrílveiðum þar til þær voru stöðvaðar nýverið, eru nú farin að veiða síld úr norsk-íslenska síldarstofninum norðaustur af landinu. 15.7.2009 07:08 Rætt um ESB til miðnættis Fimmtán alþingismenn voru enn á mælendaskrá þegar hlé var gert um miðnætti á umræðum um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 15.7.2009 07:04 Minnkar tekjur um 3,5 milljarða Kristján Gíslason, skipstjóri á Mars RE, segir óþolandi að sjávarútvegsráðherra taki ekki mark á neinum öðrum en Hafrannsóknastofnun þegar kemur að ákvörðun um fiskveiðikvóta. 15.7.2009 06:00 Opnuð í húsi SPRON í ágúst Bókabúð Máls og menningar verður opnuð í gamla SPRON-húsinu á Skólavörðustíg í ágúst. Leigusamningur búðarinnar á Laugavegi 18 rennur út um mánaðamótin og eigendur búðarinnar sáu sér ekki fært að ráða við hækkun á leigu þar. 15.7.2009 05:30 Þingið marki Icesave pólitíska umgjörð Svavar Gestsson, formaður samninganefndar um Icesave, segir óhjákvæmilegt að Alþingi hafi pólitíska skoðun á því hver verði framgangur samningsins. Hana mætti setja fram hvort sem er í nefndaráliti eða með öðrum hætti. Samninginn sjálfan verði hins vegar að samþykkja eða fella. 15.7.2009 05:15 Hættulegar lóðir hreinsaðar Starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu í gær að því að hreinsa upp rusl á lóð borgarinnar við Hestavað í Norðlingaholti. Fréttablaðið greindi frá því í gær að börn hefðu slasað sig á lóðinni, meðal annars lá drengur á spítala með blóðeitrun eftir að hafa stigið þar á nagla. 15.7.2009 05:00 Kviknaði í út frá gasgrilli Líklegasta orsök bruna Hótels Valhallar er að eldur hafi komið upp í gasgrilli í eldhúsinu, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns lögreglunnar á Selfossi. Mikil fita hafði safnast á grillinu og líklegt sé að kviknað hafi í henni. Eldurinn hafi við það farið upp um háf í eldhúsinu. Þaðan hafi eldurinn náð upp á milliloft og svo breiðst hratt út. 15.7.2009 05:00 Segir lögfræðinga Seðlabankans blekkja Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, segir lögfræðinga Seðlabankans hafa blekkt utanríkismálanefnd. Minnisblað sem Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur og Sigurður Thoroddsen, lögfræðingur á Alþjóða- og markaðssviði bankans, lögðu fyrir utanríkismálanefnd Alþingis, var ekki umsögn Seðlabankans. Þetta áréttaði Sigríður í tölvubréfi á þriðjudagskvöld. Nefndarmenn stóðu í þeirri meiningu að um formlegt álit bankans væri að ræða. 15.7.2009 04:30 Seljendur kvóta fá leyfi til strandveiða Margir þeirra sem hafa fengið leyfi til strandveiða eru gamlir eigendur kvóta. Hafa þeir selt kvótann sinn, haldið skipunum, veiðarfærum og öðru og hafa nú fengið leyfi til strandveiða, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Nokkuð er um það að menn reki jafnvel tvo báta til strandveiða. Einnig eru dæmi þess að menn sem eiga lítinn kvóta hafi veitt veiðiskyldu sína í vor, fengið leyfi til strandveiða og leigi nú út kvótann sinn. Markmið strandveiða var meðal annars að auka nýliðun í greininni. 15.7.2009 04:30 Hagnast um 3,4 milljarða dala Bandaríski bankinn Goldman Sachs hagnaðist um 3,44 milljarða dala eða 426 milljarða króna á núverandi gengi á tímabilinu apríl til júníloka. Uppgjörið sýndi umtalsvert betri afkomu en greinendur höfðu áður gert ráð fyrir. 15.7.2009 04:00 Hreiðar Már til Lúxemborgar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er að flytja til Lúxemborgar. Hreiðar mun opna skrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins Consolium ytra en fyrirtækið stofnaði hann í fyrrahaust ásamt samstarfsmönnum úr Kaupþingi. 15.7.2009 04:00 Þreifingar við Breta vegna fyrirvara um ríkisábyrgð Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að óformlegar þreifingar hafi átt sér stað á milli Íslendinga annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar vegna afgreiðslu Alþingis á frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave. 15.7.2009 03:45 Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn. 15.7.2009 03:30 Feginn að þessu sé lokið Allir starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti fengu launin sín greidd í gær en slitastjórn SPRON hafði lofað því að það yrði gert. 15.7.2009 03:00 Sjá næstu 50 fréttir
ESB-kosningar á morgun - Birgitta játar grímlausar hótanir Stefnt er að því að kjósa um aðild að ESB í hádeginu á morgun. Alls eru ellefu þingmenn á mælendaskrá en meðal þeirra er Össur SKarphéðinsson sem er flutningsmaður tillögunnar. 15.7.2009 19:02
Fóðurverksmiðja rís á Grundartanga Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga. Þær fóðurverksmiðjur sem hafa þjónað Íslendingum fram að þessu eru komnar til ára sinna og því metnaðarmál að svara kröfum nýrra tíma um aukna nákvæmni, gæði og öflugri sóttvarnir segir í tilkynningu Líflands. Ljóst er að ný tækni gjörbyltir allri aðstöðu til fóðurframleiðslu og er grunnur því að Lífland geti af öryggi þjónað íslenskum landbúnaði í framtíðinni. 15.7.2009 19:00
Bændasamtökin: Landbúnaðarskýrsla ekki fullnægjandi Bændasamtökin fagna birtingu skýrslu Hagfræðistofnunnar um hugsanleg áhrif á íslenskan landbúnað gangi Ísland í Evrópubandalagið samkvæmt tilkynningu. 15.7.2009 18:13
Innganga í ESB: Neytendur græða á kostnað landbúnaðastétta Afkoma svínabænda og kjúklingabúa mun verða verst úti gangi Ísland inn í ESB. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaraðila af Hagfræðistofnun. 15.7.2009 17:58
Flest umferðaróhöpp á Miklubraut Flest umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í fyrra urðu á Miklabrautinni, en þar urðu rúmlega 500 tjón og 110 manns slösuðust. 15.7.2009 17:35
Eftirlit með ökutækjum aukið Á föstudag verður eftirlit með ökutækjum aukið, þar sem lögreglan, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Umferðarstofa og Vegagerðin taka höndum saman við að kanna ástand eftirvagna og tengitækja á vegum landsins samkvæmt tilkynningu frá Umferðarstofu. 15.7.2009 17:15
Sviss fór í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu 2001 Svisslendingar fóru leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2001 þegar til stóð að ganga tafarlaust til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. 15.7.2009 17:09
Guðfríður Lilja vill tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, lýst yfir stuðningi við tvöfalda atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. 15.7.2009 17:03
Bátur strandaði í Kollafirði Björgunarbátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu kom fólki, á farþegabáti við Lundey í Kollafirði, til bjargar á fjórða tímanum í dag þegar farþegabáturinn strandaði. Tíu manns voru um borð en þeim var hjálpað í land og sakaði þá ekki, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þess er nú beðið að hægt verði að koma bátnum á flot aftur. 15.7.2009 16:36
Aukið umferðareftirlit á föstudaginn Eftirlit með ökutækjum verður aukið á föstudaginn, þegar lögreglan, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Umferðarstofa og Vegagerðin taka höndum saman við að kanna ástand eftirvagna og tengitækja á vegum landsins. 15.7.2009 15:52
Búið að kynna landbúnaðarskýrslu Búið er að kynna skýrslu um stöðu landbúnaðarins við inngöngu í Evrópusambandsins fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, en það var gert á fundi nefndarinnar eftir hádegi. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður 15.7.2009 15:15
Fórnarlamb svínaflensu: „Eins og hver önnur flensa“ „Þetta var bara eins og hver önnur flensa,“ segir tvítugur karlmaður sem situr nú heima í sóttkví, smitaður af svínaflensu. Maðurinn er nýkominn frá Ástralíu þar sem hann dvaldist í sex vikur ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta mannsins smitaðist einnig af flensunni en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið. 15.7.2009 15:02
Tvísýnt um ESB atkvæðagreiðsluna Atkvæðagreiðslan um tillögu ríkisstjórnarinnar að ESB verður tvísýn, að mati Skúla Helgasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Skúli vonast til að málinu ljúki í þinginu í dag. „Þetta er eitthvað það besta sem við getum gert til að gefa þjóðinni einhverja framtíðarsýn. Ég hef ennþá það mikla trú á kollegum mínum hér í þinginu að ég vona að menn hafi hagsmuni heildarinnar í huga þegar þeir greiða atkvæði," segir Skúli sem býst við viðburðarríkum degi í þinginu. 15.7.2009 14:34
1700 manns lentu í frestun atvinnubótagreiðslu Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir allt að sautjánhundruð manns hafa lent í frestun atvinnubótagreiðslu um síðustu mánaðamót. Vinnumálastofnun keyrði saman upplýsingar sínar við staðgreiðsluskrár Ríkisskattstjóra til að koma upp um óútskýrðar tekjur. 15.7.2009 13:35
Mótmæla forgangsröðun í fyrirhuguðum vegaframkvæmdum Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar mótmælti á fundi sínum í gær áherslum og forgangsröðun verkefna sem fram koma í tillögum að niðurskurði á framkvæmdafé Vegagerðar ríkisins fyrir árið 2009. 15.7.2009 13:35
Grunur um að skotið hefði verið á rúðu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gærmorgun tilkynningu um að skotið hefði verið á rúðu í verslun 10-11 í Sporhömrum í Grafarvogi um nóttina. 15.7.2009 13:30
Fékk sjokk þegar bæturnar skiluðu sér ekki „Að stöðva svona greiðslu án neins fyrirvara er náttúrulega fáránlegt. Þú getur ímyndað þér sjokkið sem maður fær," segir Linda Magnúsdóttir, einstæð fjögurra barna móðir sem þiggur atvinnuleysisbætur. 15.7.2009 12:48
Papeyjarsmygl: Götuverðmæti rúmlega hálfur milljarður Götuverðmæti fíkniefnanna sem komu til landsins með skútunni Sirtaki í apríl síðastliðnum er rúmlega hálfur milljarður króna, samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ sem var gerð um svipað leyti og fíkniefnin voru haldlögð. Mest verðmæti voru fólgin í amfetamíni sendingarinnar en það er metið á tæpar þrjúhundruð milljónir króna. Lögregla telur kaupverð efnanna erlendis vera 34 milljónir króna. 15.7.2009 12:05
Saka utanríkisráðherra um að stinga landbúnaðarskýrslu undir stól Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu utanríkisráðherra í morgun um að stinga skýrslu um stöðu landbúnaðarins við inngönngu í Evrópusambandið undir stól. Skýrslan verður afhent þingmönnum í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í hádeginu. 15.7.2009 11:59
Segja Borgarahreyfinguna hafa óbreytta afstöðu til ESB Borgarahreyfingin er enn þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu nema að undangengnum aðildarviðræðum, líkt og stefna hreyfingarinnar var í aðdraganda kosninga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem framkvæmdastjóri hreyfingarinnar sendi fjölmiðlum í morgun. 15.7.2009 11:50
Lýst eftir sextán ára pilti Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu leitar að sextán ára pilti, Sæþóri Braga Sölvasyni. 15.7.2009 11:46
Sló tæp tíu klukknahljóð á flokkssystur sína Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sýndi enn fylgni við rétt fundarsköp í dag þegar hún notaði þingklukkuna tæplega tíu sinnum á flokksystur sína, Ólínu Þorvarðardóttur, undir umræðum um fundarstjórn forseta. 15.7.2009 11:01
Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. 15.7.2009 10:58
Þrjú ný svínaflensutilfelli staðfest hér á landi Þrjú ný tilfelli inflúensu A, eða svínaflensunnar, eru staðfest hérlendis. Þau eru orðin sjö talsins alls. 15.7.2009 10:13
Papeyjarsmyglið: Meintur höfuðpaur neitar sök Hollendingurinn Peter Rabe, meintur höfuðpaur í svokölluðu Papeyjarmáli, neitaði sök í málinu við þingfestingu þess í morgun. Tveir aðrir sakborningar, þeir Rúnar Þór og Árni Hrafn neita einnig sök. 15.7.2009 09:54
Efnisgjöld skila 200 milljónum í kassann Menntamálaráðherra lagði frumvarp fyrir Alþingi í gær sem heimilar framhaldsskólum að innheimta efnisgjald af nemendum sem njóta verklegrar kennslu. Ákvæðið er til bráðabirgða næstu þrjú árin. 15.7.2009 09:49
Dagskrá ríkisstjórnarfundar ekki birt annan fundinn í röð Dagskrá ríkisstjórnarfundar sem haldinn var í gær verður ekki birt eins og venjan er samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Engar nánari skýringar fengust á því. 15.7.2009 09:22
Um 9,1% atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi Að meðaltali voru 16.600 manns án vinnu og í atvinnuleit á öðrum ársfjórðungi þessa árs eða 9,1% vinnuaflsins, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. 15.7.2009 09:06
Rýrnun útflutningsverðmætis um 10 - 15 milljarða Hagsmunahópar í sjávarútvegi telja að niðurskurður á kvótum á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september, þýði að útflutningsverðmæti sjávarafurða rýrni um tíu til 15 milljarða króna. 15.7.2009 07:16
Sjófugladauði vegna vítamínskorts Sjófugladauða við Eystrasalt og hér við land má fyrst og fremst rekja til skorts á B-1 vítamíni en ekki fæðuskorts, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Stokkhólmi. 15.7.2009 07:13
Hreindýratímabilið hafið Hreindýraveiðitímabilið hefst í dag og má veiða 1.333 dýr, eða jafnmörg og í fyrra. Fyrst í stað má aðeins skjóta fullorðna tarfa, en þegar líður á tímabilið má veiða fleiri kýr en í fyrra. 15.7.2009 07:11
Hátt í 20 skip að veiða norsk-íslenska síld Stóru fjölveiðiskipin, sem voru á makrílveiðum þar til þær voru stöðvaðar nýverið, eru nú farin að veiða síld úr norsk-íslenska síldarstofninum norðaustur af landinu. 15.7.2009 07:08
Rætt um ESB til miðnættis Fimmtán alþingismenn voru enn á mælendaskrá þegar hlé var gert um miðnætti á umræðum um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 15.7.2009 07:04
Minnkar tekjur um 3,5 milljarða Kristján Gíslason, skipstjóri á Mars RE, segir óþolandi að sjávarútvegsráðherra taki ekki mark á neinum öðrum en Hafrannsóknastofnun þegar kemur að ákvörðun um fiskveiðikvóta. 15.7.2009 06:00
Opnuð í húsi SPRON í ágúst Bókabúð Máls og menningar verður opnuð í gamla SPRON-húsinu á Skólavörðustíg í ágúst. Leigusamningur búðarinnar á Laugavegi 18 rennur út um mánaðamótin og eigendur búðarinnar sáu sér ekki fært að ráða við hækkun á leigu þar. 15.7.2009 05:30
Þingið marki Icesave pólitíska umgjörð Svavar Gestsson, formaður samninganefndar um Icesave, segir óhjákvæmilegt að Alþingi hafi pólitíska skoðun á því hver verði framgangur samningsins. Hana mætti setja fram hvort sem er í nefndaráliti eða með öðrum hætti. Samninginn sjálfan verði hins vegar að samþykkja eða fella. 15.7.2009 05:15
Hættulegar lóðir hreinsaðar Starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu í gær að því að hreinsa upp rusl á lóð borgarinnar við Hestavað í Norðlingaholti. Fréttablaðið greindi frá því í gær að börn hefðu slasað sig á lóðinni, meðal annars lá drengur á spítala með blóðeitrun eftir að hafa stigið þar á nagla. 15.7.2009 05:00
Kviknaði í út frá gasgrilli Líklegasta orsök bruna Hótels Valhallar er að eldur hafi komið upp í gasgrilli í eldhúsinu, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns lögreglunnar á Selfossi. Mikil fita hafði safnast á grillinu og líklegt sé að kviknað hafi í henni. Eldurinn hafi við það farið upp um háf í eldhúsinu. Þaðan hafi eldurinn náð upp á milliloft og svo breiðst hratt út. 15.7.2009 05:00
Segir lögfræðinga Seðlabankans blekkja Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, segir lögfræðinga Seðlabankans hafa blekkt utanríkismálanefnd. Minnisblað sem Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur og Sigurður Thoroddsen, lögfræðingur á Alþjóða- og markaðssviði bankans, lögðu fyrir utanríkismálanefnd Alþingis, var ekki umsögn Seðlabankans. Þetta áréttaði Sigríður í tölvubréfi á þriðjudagskvöld. Nefndarmenn stóðu í þeirri meiningu að um formlegt álit bankans væri að ræða. 15.7.2009 04:30
Seljendur kvóta fá leyfi til strandveiða Margir þeirra sem hafa fengið leyfi til strandveiða eru gamlir eigendur kvóta. Hafa þeir selt kvótann sinn, haldið skipunum, veiðarfærum og öðru og hafa nú fengið leyfi til strandveiða, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Nokkuð er um það að menn reki jafnvel tvo báta til strandveiða. Einnig eru dæmi þess að menn sem eiga lítinn kvóta hafi veitt veiðiskyldu sína í vor, fengið leyfi til strandveiða og leigi nú út kvótann sinn. Markmið strandveiða var meðal annars að auka nýliðun í greininni. 15.7.2009 04:30
Hagnast um 3,4 milljarða dala Bandaríski bankinn Goldman Sachs hagnaðist um 3,44 milljarða dala eða 426 milljarða króna á núverandi gengi á tímabilinu apríl til júníloka. Uppgjörið sýndi umtalsvert betri afkomu en greinendur höfðu áður gert ráð fyrir. 15.7.2009 04:00
Hreiðar Már til Lúxemborgar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er að flytja til Lúxemborgar. Hreiðar mun opna skrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins Consolium ytra en fyrirtækið stofnaði hann í fyrrahaust ásamt samstarfsmönnum úr Kaupþingi. 15.7.2009 04:00
Þreifingar við Breta vegna fyrirvara um ríkisábyrgð Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að óformlegar þreifingar hafi átt sér stað á milli Íslendinga annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar vegna afgreiðslu Alþingis á frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave. 15.7.2009 03:45
Skeiðará komin yfir í Gígjukvísl „Við skjótum á að helmingurinn af Skeiðará sé farin yfir í Gígju,“ segir Jón Ragnarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Höfn. 15.7.2009 03:30
Feginn að þessu sé lokið Allir starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti fengu launin sín greidd í gær en slitastjórn SPRON hafði lofað því að það yrði gert. 15.7.2009 03:00