Innlent

Um 150 mál bíða afgreiðslu

ásta sigrún helgadóttir Forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna segir álagið mikið og málin þung og erfið.
ásta sigrún helgadóttir Forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna segir álagið mikið og málin þung og erfið.

„Nú erum við að sigla inn í sumarleyfatímabil. Þá hægist á starfseminni, eins og hjá öðrum fyrirtækjum og því gæti afgreiðsla umsókna tekið um fjórar til fimm vikur,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, spurð hversu langan tíma það taki að afgreiða umsóknir hjá þeim.

Ásta Sigrún segir að þó gerist það stundum að fólk skili umsóknum til ráðgjafarstofunnar án þess að skila nauðsynlegum gögnum. „Þá tefjast málin auðvitað,“ segir Ásta.

Um 150 mál bíða afgreiðslu hjá ráðgjafarstofunni, að sögn Ástu. Auk þess aðstoðar stofan fólk við gerð beiðna um greiðsluaðlögum og eru þær umsóknir um 60. Í dag starfa um 30 starfsmenn hjá ráðgjafarstofunni en fram að 1. október 2008 störfuðu þar aðeins sjö starfsmenn.

„Þetta er auðvitað mjög mikið álag og málin þung og erfið. Stór hluti af þeim þrjátíu sem vinna hjá okkur er nýtt fólk sem vinnur kannski ekki jafn hratt og reyndir ráðgjafar,“ segir Ásta.

Nýlega opnaði ráðgjafarstofan nýja starfsstöð við Sóltún 26. „Þar getur fólk komið inn af götunni og farið yfir mál sín á meðan það bíður eftir endanlegri ráðgjöf,“ segir Ásta. - vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×