Nýskráningar ökutækja sjöfalt færri en árið 2006 16. júlí 2009 01:30 Nýskráningar innfluttra ökutækja, notaðra og nýrra, er tæplega sjöfalt minni fyrstu sex mánuði ársins 2009 en á sama tíma árið 2006. Árið 2009 hafa nýskráningar verið 2.819 fram til júlí en á sama tímabili voru þær 18.276 árið 2006. Þetta er um 85 prósenta minnkun. Frá bankahruni hafa þær verið um þrjú þúsund. Í hugtakinu ökutæki eru öll skráð ökutæki, allt frá vélsleðum til vörubíla. „Það er auðvitað algjört hrun á þessum markaði og sýnir í sjálfu sér efnahagsástandið í hnotskurn," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þó segir hann þetta sýna aðlögunarhæfni hjá almenningi að draga svona hratt úr neyslu. „Þetta mun hins vegar skapa vandamál til lengri tíma af því að bílaflotinn mun eldast hratt og það gæti komið tímabil þar sem þyrfti að endurnýja bíla í miklu magni." Runólfur segir þó að það hafi komið smá kippur í sölu nýrra bifreiða en júnímánuður var sá bjartasti frá því í júlí á síðasta ári. Þetta gæti skýrst af útsölum hjá umboðum sem og skráningum á bílaleigubílum, að sögn Runólfs. „Ef árið myndi halda svona áfram verður innan við þrjú þúsund bíla sala á nýjum fólksbílum á árinu og við þyrftum að fara áratugi aftur í tímann til að sjá sambærilegar tölur," segir Runólfur en þegar hafa einungis um 1.500 nýir bílar verið nýskráðir það sem af er ári. Eigendaskipti hafa ekki dregist jafnmikið saman og nýskráningar. Þannig hafa verið tæplega 37 þúsund skráð eigendaskipti það sem af er ári en voru tæplega 51 þúsund árið 2006. Þetta er því um 28 prósenta minnkun. Ástæða þess að eigendaskipti dragast minna saman en nýskráningar er að fólk er í ríkara mæli að kaupa notaðar bifreiðar af hvert öðru í stað nýrra bifreiða af umboðunum, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. vidirp@frettabladid.is Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Nýskráningar innfluttra ökutækja, notaðra og nýrra, er tæplega sjöfalt minni fyrstu sex mánuði ársins 2009 en á sama tíma árið 2006. Árið 2009 hafa nýskráningar verið 2.819 fram til júlí en á sama tímabili voru þær 18.276 árið 2006. Þetta er um 85 prósenta minnkun. Frá bankahruni hafa þær verið um þrjú þúsund. Í hugtakinu ökutæki eru öll skráð ökutæki, allt frá vélsleðum til vörubíla. „Það er auðvitað algjört hrun á þessum markaði og sýnir í sjálfu sér efnahagsástandið í hnotskurn," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þó segir hann þetta sýna aðlögunarhæfni hjá almenningi að draga svona hratt úr neyslu. „Þetta mun hins vegar skapa vandamál til lengri tíma af því að bílaflotinn mun eldast hratt og það gæti komið tímabil þar sem þyrfti að endurnýja bíla í miklu magni." Runólfur segir þó að það hafi komið smá kippur í sölu nýrra bifreiða en júnímánuður var sá bjartasti frá því í júlí á síðasta ári. Þetta gæti skýrst af útsölum hjá umboðum sem og skráningum á bílaleigubílum, að sögn Runólfs. „Ef árið myndi halda svona áfram verður innan við þrjú þúsund bíla sala á nýjum fólksbílum á árinu og við þyrftum að fara áratugi aftur í tímann til að sjá sambærilegar tölur," segir Runólfur en þegar hafa einungis um 1.500 nýir bílar verið nýskráðir það sem af er ári. Eigendaskipti hafa ekki dregist jafnmikið saman og nýskráningar. Þannig hafa verið tæplega 37 þúsund skráð eigendaskipti það sem af er ári en voru tæplega 51 þúsund árið 2006. Þetta er því um 28 prósenta minnkun. Ástæða þess að eigendaskipti dragast minna saman en nýskráningar er að fólk er í ríkara mæli að kaupa notaðar bifreiðar af hvert öðru í stað nýrra bifreiða af umboðunum, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. vidirp@frettabladid.is
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira