Innlent

Nýtt fiskabúr í anddyri Vesturbæjarlaugar

einar gunnar Það ríkir þverpólitísk sátt um þetta litla og krúttlega mál, að sögn Einars. Hér sést Einar ásamt syni sínum Hlyni.fréttablaðið/arnþór
einar gunnar Það ríkir þverpólitísk sátt um þetta litla og krúttlega mál, að sögn Einars. Hér sést Einar ásamt syni sínum Hlyni.fréttablaðið/arnþór

Söfnun fyrir nýju fiskabúri í Vesturbæjarlaug hófst í síðustu viku en stórt og mikið fiskabúr var í anddyri laugarinnar til ársins 1985. Félagið Mímir – vináttufélag Vesturbæjar stendur fyrir söfnuninni.

„Við höfum verið að ræða hvað betur megi fara í Vesturbænum. Vesturbæjarlaugin er nafli Vesturbæjarins og því ákváðum við að gera þetta,“ segir Einar Gunnar Guðmundsson, einn forsprakka Mímis.

„Þetta var stórt og veglegt búr sem setti mikinn svip á þetta anddyri. Lykilatriðið í þessu máli er að þetta er afturhvarf til góðra gamalla gilda þar sem íbúar létu nærumhverfi sitt varða sig.“

Ekki er þetta í fyrsta sinn sem safnað er fyrir fiskabúri í Vesturbæjarlaug en Gísli Halldórsson, arkitekt og þáverandi borgarfulltrúi, stofnaði félag til að safna fyrir fiskabúrinu.

„Í ljósi ástandsins er þetta lítið og krúttlegt mál sem Reykvíkingar allir ættu að láta sig varða,“ segir Einar.

Söfnunin stendur til 15. september og hægt er að hringja í síma 901-5005 (500 kr.), 901-5006 (1.500 kr.) og 901-5007 (2.500 kr.)

til að leggja söfnuninni lið. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0311-26-54050, kt. 540509-1070.- vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×