Fleiri fréttir

,,Ég hef aldrei séð annað eins"

,,Það líða um það bil tvær til þrjár mínútur á milli eldinga og það fylgir þessu gríðarlega mikil úrkoma," segir Gunnar sem í fyrstu hélt að vörubílar með tengivagna væru að keyra fram hjá húsinu sínu.

Öllu starfsfólki Ræsis sagt upp

Bílafyrirtækið Ræsir hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu frá og með næstum mánaðarmótunum. Hátt í 60 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu.

Hótað að varpa sprengjum á Gleðigönguna

Bréf barst fréttastofu Stöðvar 2 í dag þar sem því er hótað að varpa sprengjum á Gleðigönguna sem fram fer í Reykjavík þann 9.ágúst næstkomandi. Lögreglan lítur málið alvarlegum augum.

Þúsundum smokka dreift í ágúst

Ástráður, forvarnastarf læknanema, hyggst líkt og undanfarin tvö ár standa fyrir smokkadreifingu á stórhátíðum í ágústmánuði. Félagið mun dreifa á bilinu 10.000 til 12.000 smokkum um Verslunarmannahelgina, á Menningarnótt og Gay pride. Um Verslunarmannahelgina verða liðsmenn Ástráðs á nokkrum stöðum en einungis í Reykjavík á Menningarnótt og Gay pride.

Álagningaseðlar sendir út

Fjármagnstekjuskattur einstaklinga hefur hækkað um rúmlega 55 prósent milli ára og nemur um 25 milljörðum króna. Þetta kemur fram í álagningu opinberra gjalda fyrir síðasta ár. Þá kemur einnig fram að rúmlega þrjátíu og þrjú þúsund framteljendur hafa erlent ríkisfang.

Listaháskólinn verður í miðbænum

Borgarstjóri vill að Listaháskólinn verði í miðbænum og komist verði að samkomulagi varðandi uppbyggingu hans á Laugaveginum til að vernda götumyndina.

Hitamet fallið í Reykjavík

Hitamet féll í Reykjavík í dag þegar hiti mældist yfir 26 gráður. Eldra metið er frá því 11. ágúst 2004. ,,Þetta eru stórtíðindi en aldrei áður hefur hiti mælst svo mikill í Reykjavík," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur.

Starfsmaður Mest vonar að Glitnir sýni sér skilning

"Jú, ég er viðskiptavinur hjá Glitni og á ekki von á öðru en að bankinn sýni mér skilning í þessum aðstæðum. Í það minnsta þar til annað kemur í ljós," segir Sigurjón Alfreðsson, deildarstjóri atvinnutækjasviðs hjá Mest, sem hefur verið tjáð að hann fái engin laun um þessi mánaðarmót.

Eldur í saltgeymslu í Reykjanesbæ

Eldur kveiknaði í dag yfirgefinni saltgeymslu í Reykanesbæ. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er slökkvilið að ljúka störfum. Á þessari stundu er ekki vitað um eldsupptök. Húsið er yfirgefið og ekki í notkun. Nánari upplýsingar fengust ekki hjá lögreglunni.

Vissi af skítnum í tjörninni

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir innihald skýrslunnar sem Náttúrufræðistofa Kópavogs gerði um mengun í tjörninni ekki hafa komið sér á óvart. Hann telur það vera vitað mál að vatnið í tjörninni sé ekki hreint né heilnæmt.

Boðin vinna án kauphækkana í 18 mánuði

Stjórn Mest fór í gær framá að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Starfsmenn voru á milli 50 og 60 og ljóst að þeir fá ekki greidd laun fyrir júlímánuð.

Hitametin falla hvert af öðru

„Hitametin eru að falla í stríðum straumum," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. „Landsmetið gæti allt eins fallið. Það vantar bara 1,2 gráður upp á það."

31,7 gráður í Grímsnesi

„Við erum í steik bara. Ég á hérna eins og hálfs árs tvíbura sem eru að reyna að troða sér í sömu vatnsfötuna," segir Guðný Tómasdóttir hlæjandi. Hún er stödd í Ártanga, gróðrastöð systur sinnar undir Hestfjalli í Grímsnesi. Klukkan 15:06 sýndi veðurstöð gróðrastöðvarinnar 31,7 gráður. Það er rúmri gráðu meira en hæsti hiti sem mælst hefur á íslandi, en á Teigarhorni mældust 30,5 gráður þann 22. júní árið 1939.

Íhugar enn að kæra Adrenalíngarðinn

Hafsteinn G. Hauksson, blaðamaður DV sem slasaðist alvarlega þegar hann féll niður margra metra þegar öryggisól í einu leiktæki Adrenalínsgarðsins á Nesjavöllum brást, hyggst enn leita réttar síns og athuga hvort garðurinn sé skaðabótaskyldur vegna slyssins.

Játar að vera já-maður Ólafs

Magnús Skúlason arkitekt, sem Ólafur F. Magnússon hyggst skipa í skipulagsráð borgarstjórnar í stað Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, játar því að ein ástæða þess að Ólafur vilji hann inn í skipulagsráð sé til að hafa eigin já-mann innan ráðsins.

Sjálfstæðismenn halda tryggð við Ólaf borgarstjóra

Sjálfstæðismenn hafa ekki boðið oddvitum Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar til nýs meirihlutasamstarfs, í borgarstjórn, í stað Ólafs F. Magnússonar, þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið í samstarfinu allt frá upphafi.

31 stig sagt á Hvolsvelli

Hitamet eru nú að falla hvert af öðru. Á ritstjórn Vísis hringdi áðan maður sem staddur var á Hvolsvelli.

Ætti ekki að hætta að gefa öndunum brauð

Ekki ætti að takmarka brauðgjöf til fugla á tjörninni að sögn Ólafs Karls Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ef brauðgjöf yrði takmörkuð yrði það til þess að fuglalíf á tjörninni myndi minnka til muna. Hann telur fuglana ekki stóran þátt í mengun á tjörninni.Saurgerlamengunin hefur hins vegar ekki aferandi áhrif á fuglalíf við tjörnina.

Dagur: Skil ekki Ólaf frekar en margir aðrir

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, er ómyrkur í máli í viðtali við 24 stundir í dag og fer ekki fögrum orðum um Dag og aðra helstu leiðtoga Samfylkingarinnar. Talar Ólafur jafnframt um að deilan sem nú rísi um skipulagsmál sýni hvers vegna síðasti borgarstjórnarmeirihluti sprakk. Dagur vísar þessum ummælum til föðurhúsanna.

Hitamet kann að falla í dag

Gera má ráð fyrir að dagurinn í dag verði hlýjasti dagur ársins víða á landinu, að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings hjá 365 miðlum.

Talsmaður neytenda boðar olíufélögin á sinn fund

Talsmaður neytenda hefur boðað til sín á fundi fulltrúa olíufélaganna fjögurra, hvers um sig, í byrjun ágúst í því skyni að ræða verðmyndun gagnvart neytendum á bensíni og díselolíu.

Einn af árásarmönnunum í Heiðmörk handtekinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi einn hinna þriggja manna, sem leitað hefur verið vegna fólskulegrar árásar á ungan mann í Heiðmörk aðfararnótt sunnudags.

Segir varasamt að afnema verðtryggingu

Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, segir varasamt að afnema verðtryggingu líkt og Gísli Tryggvason, talsmaður Neytenda, talaði fyrir í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Gísli sagðist finna fyrir miklum stuðningi frá almenningi fyrir því að afnema verðtryggingu hér á landi.

Tjáir sig ekki um málefni Ólafar Guðnýjar

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, tjáir sig ekki á þessari stundu um ástæður þess að Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, varaformaður skipulagsráðs, víkur úr ráðinu.

Meirihluti heyrnarlausra í láglaunastörfum

Sum fyrirtæki taka ekki í mál að ráða heyrnarlausa til starfa og önnur krefjast þess að Félag heyrnarlausra gangist í ábyrgð fyrir þá sem þeir ráða. Þetta segir atvinnuráðgjafi félagsins.

Össur segir Hönnu Birnu vera ístöðulausa gagnvart Ólafi

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, er ístöðulaus gagnvart Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra, að mati Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra. Hann segir Hönnu Birnu ekki hafa náð neinum árangri við að lyfta upp fylgi flokksins í Reykjavík. Þetta kemur fram á vefsíðu iðnaðarráðherra.

Meirihluti heyrnarlausra í láglaunastörfum

Sum fyrirtæki taka ekki í mál að ráða heyrnarlausa til starfa og önnur krefjast þess að Félag heyrnarlausra gangist í ábyrgð fyrir þá sem þeir ráða. Þetta segir atvinnuráðgjafi félagsins.

Gerræðisleg vinnubrögð borgarstjóra

Ákvörðun Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra, að víkja varaformanni skipulagsráðs úr ráðinu ber vott um hótanir og gerræðisleg vinnubrögð að mati oddvita minnihlutans. Oddviti Vinstri-grænna segir borgarstjórann einangraðan.

Vilji til að afnema verðtryggingu

Gísli Tryggvason, talsmaður Neytenda, segist finna fyrir miklum stuðningi frá almenningi eftir að hann hóf máls á því að afnema verðtryggingu hér á landi. Hagfræðingur segir hins vegar að ekkert kalli á afnám verðtryggingar.

Búið að veiða 26 hrefnur

Búið er að veiða tuttugu og sex hrefnur af fjörutíu á þessu hrefnuveiðitímabili. Báturinn Halldór Sigurðsson frá Ísafirði veiddi sína fyrstu hrefnu í blíðskaparveðri í Ísafjarðardjúpi í gær og slóst fréttastofa með í för.

Ölvaður á reiðhjóli

Karl um fertugt var handtekinn í miðborginni í nótt en sá reyndi að stjórna reiðhjóli með misjöfnum árangri. Þegar lögreglan fékk tilkynninguna um reiðhjólamanninn var hann sagður neðarlega á Laugavegi en með upplýsingunum fylgdi að aksturslag mannsins væri ansi skrykkjótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Heppinn Skagamaður vann launahækkun

Þótt lánið leiki ekki við Skagamenn í fótboltanum þetta sumarið datt þó einn heimamaður í lukkupottinn á dögunum þegar hann hlaut hæsta vinning Launamiðans, sem er einn skafmiða Happaþrennu Happdrættis Háskóla Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir