Innlent

Sjálfstæðismenn halda tryggð við Ólaf borgarstjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekkert bendir til annars en að Ólafur F. verði borgarstjóri enn um sinn.
Ekkert bendir til annars en að Ólafur F. verði borgarstjóri enn um sinn.
Sjálfstæðismenn hafa ekki boðið oddvitum Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar til nýs meirihlutasamstarfs, í borgarstjórn, í stað Ólafs F. Magnússonar, þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið í samstarfinu allt frá upphafi.

Þau Svandís Svavarsdóttir oddviti VG í borginni, Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, og Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokksins, neita því öll að sjálfstæðismenn hafi leitað til þeirra vegna möguleika á myndun nýs meirihluta.

Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir segja bæði að ástandið í borginni sé á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og þau myndu ekki taka þátt í myndun meirihluta með sjálfstæðismönnum þótt eftir því væri leitað. Heimildir Vísis herma að Óskar Bergsson sé sama sinnis og hin tvö fyrrnefndu.

Fjölmörg málefni, tengd Ólafi og borgarstjórnarmeirihlutanum, hafa vakið athygli fjölmiðla að undanförnu. Má þar nefna ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar í stöðu miðborgarstjóra, brotthvarf Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur úr stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra og úr skipulagsráði, málefni Listaháskólans, deilur um Bitruvirkjun og skoðanaskipti um framtíð flugvallarins. Þrátt fyrir að oft hafi meirihlutinn tekist á um mörg fyrrgreind atriði, jafnt sem mörg önnur, er fátt í stöðunni sem bendir til annars en að hann muni halda.




Tengdar fréttir

Borgarstjórnarmeirihlutinn ætti að geta staðið

Borgarstjórnarmeirihluti Ólafs F Magnússonar og sjálfstæðismanna ætti vel að geta starfað út kjörtímabilið, þrátt fyrir að mikið hafi gengið á í samstarinu hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×