Innlent

Maður á sextugsaldri barinn og rændur í nótt

Karlmaður á sextugsaldri var barinn með járnstöng og rændur í Stórholti í Reykjavík um klukkan eitt í nótt.

Hann komst niður á Hlemm, þar sem leigubílstjóri kallaði á aðstoð og var maðurinn fluttur í sjúkrabíl á Slysadeild. Hann reyndist með stóran skurð á höfði og var vistaður á Landsspítalanum í nótt.

Hann telur að tveir til þrír karlmenn, sem hann ber ekki kennsl á, hafi verið þarna að verki, og leitar lögregla nú árásarmannanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×