Innlent

Talsmaður neytenda boðar olíufélögin á sinn fund

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.

Talsmaður neytenda hefur boðað til sín á fundi fulltrúa olíufélaganna fjögurra, hvers um sig, í byrjun ágúst í því skyni að ræða verðmyndun gagnvart neytendum á bensíni og díselolíu.

„Í því skyni að fá upplýsingar um verðmyndun á olíu á neytendamarkaði í ljósi umræðu sem lengi hefur staðið og fer vaxandi með flökti á gengi og heimsmarkaðsverði á olíu," segir á heimasíðu talsmanns neytenda.

Fundarboðið er sent með vísan til 2. málsliðar 1. mgr. 8. gr. laga nr. 62/2005 sem gilda um embætti talsmanns neytenda; þar er kveðið á um að fyrirtækjum sé skylt að veita talsmanni neytenda allar upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlegar til þess að hann geti sinnt því lögbundna hlutverki sínu að bregðast við þegar hann telji brotið gegn réttindum og hagsmunum neytenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×