Ætti ekki að hætta að gefa öndunum brauð Nanna Hlín skrifar 30. júlí 2008 12:27 Ekki ætti að takmarka brauðgjöf til fugla á tjörninni að sögn Ólafs Karls Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ef brauðgjöf yrði takmörkuð yrði það til þess að fuglalíf á tjörninni myndi minnka til muna. Hann telur fuglana ekki stóran þátt í mengun á tjörninni.Saurgerlamengunin hefur hins vegar ekki aferandi áhrif á fuglalíf við tjörnina. Í skýrslu Náttúrufræðistofu Kópavogs kemur fram að mikil mengun sé í Reykjarvíkurtjörn. Eru aðferðir til að sporna við menguninni útlistaðar í skýrslunni, meðal annars að takmarka brauðgjöf til fugla á tjörninni. „Eitt af því sem gefur okkur mönnunum gildi við tjörnina er fuglalífið þar. Ég er ekki sammála því að það ætti að hætta að gefa fuglunum brauð. Það er hluti af okkar borgarmenningu og mér finnst algerlega út í hött að hvetja til þess að borgarbúar og borgaryfirvöld hætti að gauka brauði af fuglunum," segir Ólafur. Saurgerlamengunin ætti hins vegar ekki að hafa afgerandi áhrif á fuglalífð. „Fuglar geta étið í skólpræsum og lifað góðu lífi með bakteríurnar í sér þannig að skólpmengunin ætti ekki að gera þeim mein." Ólafur bendir á að fuglalíf hafi verið að hnigna á tjörninni. Æ færri ungar komist þar á legg og sumar andategundir eru að hverfa af svæðinu. Fæðutegundir unga eru að hverfa líklegast mikið til vegna mengunar. Mengunaraðgerðir ætti því að vera af hinu góða fyrir fuglalífið að sögn Ólafs ef brauðgjöfin fái að halda sér. Mengunarsaga Reykjavíkurtjarnar löngMengunin á tjörninni stafar meðal annars af þungamálmsmengun og saurgerlamengun en sú síðarnefnda stafar af öllum líkindum af brotalömum í hjáveitmálum hjá borginni.Aðferðir sem stungið upp á í skýrslunni eru meðal annars að moka upp hluta botnsins og gróðursetja síkjamara í tjörninni að sögn Hilmars J. Malmquist eins höfunda skýrslunnar. Hann telur að ekki væri erfitt að fara út í slíkar framkvæmdir, hægt væri að gera tilraun í smærri stíl með að fjarlægja efsta lag botns tjarnarinnar.Tjörnin á sér langa mengunarsögu samkvæmt upplýsingum frá Hilmari. Til dæmis var byrjað að grafa upp botninn árið 1917 til þess að hreinsa tjörnina. Það verk var hins vegar ekki klárað.Vatn tjarnarinnar á ekki að vera gruggugt og grænt eins og það er nú að sögn Hilmars, heldur er tjörnin dæmi um mengað vatn. Tjörnin ætti frekar að vera í ætt við Rauðavatn sem er svipað á dýpt og tjörnin. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Ekki ætti að takmarka brauðgjöf til fugla á tjörninni að sögn Ólafs Karls Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ef brauðgjöf yrði takmörkuð yrði það til þess að fuglalíf á tjörninni myndi minnka til muna. Hann telur fuglana ekki stóran þátt í mengun á tjörninni.Saurgerlamengunin hefur hins vegar ekki aferandi áhrif á fuglalíf við tjörnina. Í skýrslu Náttúrufræðistofu Kópavogs kemur fram að mikil mengun sé í Reykjarvíkurtjörn. Eru aðferðir til að sporna við menguninni útlistaðar í skýrslunni, meðal annars að takmarka brauðgjöf til fugla á tjörninni. „Eitt af því sem gefur okkur mönnunum gildi við tjörnina er fuglalífið þar. Ég er ekki sammála því að það ætti að hætta að gefa fuglunum brauð. Það er hluti af okkar borgarmenningu og mér finnst algerlega út í hött að hvetja til þess að borgarbúar og borgaryfirvöld hætti að gauka brauði af fuglunum," segir Ólafur. Saurgerlamengunin ætti hins vegar ekki að hafa afgerandi áhrif á fuglalífð. „Fuglar geta étið í skólpræsum og lifað góðu lífi með bakteríurnar í sér þannig að skólpmengunin ætti ekki að gera þeim mein." Ólafur bendir á að fuglalíf hafi verið að hnigna á tjörninni. Æ færri ungar komist þar á legg og sumar andategundir eru að hverfa af svæðinu. Fæðutegundir unga eru að hverfa líklegast mikið til vegna mengunar. Mengunaraðgerðir ætti því að vera af hinu góða fyrir fuglalífið að sögn Ólafs ef brauðgjöfin fái að halda sér. Mengunarsaga Reykjavíkurtjarnar löngMengunin á tjörninni stafar meðal annars af þungamálmsmengun og saurgerlamengun en sú síðarnefnda stafar af öllum líkindum af brotalömum í hjáveitmálum hjá borginni.Aðferðir sem stungið upp á í skýrslunni eru meðal annars að moka upp hluta botnsins og gróðursetja síkjamara í tjörninni að sögn Hilmars J. Malmquist eins höfunda skýrslunnar. Hann telur að ekki væri erfitt að fara út í slíkar framkvæmdir, hægt væri að gera tilraun í smærri stíl með að fjarlægja efsta lag botns tjarnarinnar.Tjörnin á sér langa mengunarsögu samkvæmt upplýsingum frá Hilmari. Til dæmis var byrjað að grafa upp botninn árið 1917 til þess að hreinsa tjörnina. Það verk var hins vegar ekki klárað.Vatn tjarnarinnar á ekki að vera gruggugt og grænt eins og það er nú að sögn Hilmars, heldur er tjörnin dæmi um mengað vatn. Tjörnin ætti frekar að vera í ætt við Rauðavatn sem er svipað á dýpt og tjörnin.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira