Borgarstjórnarmeirihlutinn ætti að geta staðið Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júlí 2008 10:26 Baldur Þórhallsson segir að meirihlutinn muni standa. Borgarstjórnarmeirihluti Ólafs F Magnússonar og sjálfstæðismanna ætti vel að geta starfað út kjörtímabilið, þrátt fyrir að mikið hafi gengið á í samstarfinu hingað til. Þetta segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, við Háskóla Íslands. „Hann getur það. Einkum kannski vegna þess að maður sér ekki fyrir sér með hverjum öðrum Ólafur ætti að starfa. Maður sér ekki möguleika á öðrum meirihluta því að ég tel nú ekki miklar líkur á því að minnihlutaflokkarnir vilji taka við Ólafi eftir því hvernig fór fyrir síðasta meirihlutasamstarfi með honum," segir Baldur. Hann segist telja að minnihlutaflokkarnir séu farnir að huga að næsta kjörtímabili, því að hratt líði að næstu borgarstjórnarkosningum. Baldur segir að stóra spurningin varðandi samstarf sjálfstæðismanna og Ólafs sé hvernig málin muni þróast þegar Ólafur lætur af embætti borgarstjóra og Hanna Birna tekur við. „Hann mun taka sæti í hinum og þessum nefndum og spurning hvernig hann mun rekast þar," segir Baldur. Hann segir að Hanna Birna þurfi að stíga mikinn línudans þegar hún feti þann vanfundna veg að samræma sjónarmið sjálfstæðismanna, borgarbúa og Ólafs F. Magnússonar. Varðandi breytingar á skipan fólks í nefndir og ráð á vegum borgarinnar segir Baldur að almennt séð sé það eðlilegt að þeir flokkar sem myndi meirihluta hverju sinni ákveði hver sitji í nefndum á sínum vegum. „Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að ef að þeir sem sitja í nefnd fara ekki eftir stefnu flokksins séu látnir víkja," segir Baldur. Hann segist hins vegar telja að það hafi hlaupið illu blóði í menn hvernig hafi verið staðið að mannabreytingum í skipulagsráði, þegar Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur var skipt út fyrir Magnús Skúlason. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihluti Ólafs F Magnússonar og sjálfstæðismanna ætti vel að geta starfað út kjörtímabilið, þrátt fyrir að mikið hafi gengið á í samstarfinu hingað til. Þetta segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, við Háskóla Íslands. „Hann getur það. Einkum kannski vegna þess að maður sér ekki fyrir sér með hverjum öðrum Ólafur ætti að starfa. Maður sér ekki möguleika á öðrum meirihluta því að ég tel nú ekki miklar líkur á því að minnihlutaflokkarnir vilji taka við Ólafi eftir því hvernig fór fyrir síðasta meirihlutasamstarfi með honum," segir Baldur. Hann segist telja að minnihlutaflokkarnir séu farnir að huga að næsta kjörtímabili, því að hratt líði að næstu borgarstjórnarkosningum. Baldur segir að stóra spurningin varðandi samstarf sjálfstæðismanna og Ólafs sé hvernig málin muni þróast þegar Ólafur lætur af embætti borgarstjóra og Hanna Birna tekur við. „Hann mun taka sæti í hinum og þessum nefndum og spurning hvernig hann mun rekast þar," segir Baldur. Hann segir að Hanna Birna þurfi að stíga mikinn línudans þegar hún feti þann vanfundna veg að samræma sjónarmið sjálfstæðismanna, borgarbúa og Ólafs F. Magnússonar. Varðandi breytingar á skipan fólks í nefndir og ráð á vegum borgarinnar segir Baldur að almennt séð sé það eðlilegt að þeir flokkar sem myndi meirihluta hverju sinni ákveði hver sitji í nefndum á sínum vegum. „Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að ef að þeir sem sitja í nefnd fara ekki eftir stefnu flokksins séu látnir víkja," segir Baldur. Hann segist hins vegar telja að það hafi hlaupið illu blóði í menn hvernig hafi verið staðið að mannabreytingum í skipulagsráði, þegar Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur var skipt út fyrir Magnús Skúlason.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira