Innlent

Álagningaseðlar sendir út

Fjármagnstekjuskattur einstaklinga hefur hækkað um rúmlega 55 prósent milli ára og nemur um 25 milljörðum króna. Þetta kemur fram í álagningu opinberra gjalda fyrir síðasta ár. Þá kemur einnig fram að rúmlega þrjátíu og þrjú þúsund framteljendur hafa erlent ríkisfang.

Í dag sendi ríkisskattstjóri álagningaseðla til um 200 þúsund einstaklinga. Rúmlega sextíu þúsund til viðbótar geta náð í upplýsingarnar með netlykli, á síðunni skattur.is. Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur samtals tæplega 214 milljörðum króna.

Hluti upphæðarinnar, eða um 11 milljarðar, verður greiddur til baka t.d. vegna ofgreiddra skatta og það er nær sama upphæð og Kringlan er metin á.

Þannig að sumir eiga von á glaðningi á næstunni. Útsvar til sveitarfélaga hækkar um tæplega 17 prósent frá fyrra ári og nemur nú tæplega hundrað og tveimur milljörðum króna. Sú upphæð dugar til að kaupa tvö hátæknisjúkrahús. Fjármagnstekjuskattur hækkar um fimmtíu og fimm prósent á milli ára og nemur samtals rúmlega 25 milljörðum króna og sú upphæð dugar til að kaupa tvær verslunarmiðstöðvar eins og Kringluna. Meira en helmingur þeirra sem hafa tekjur af fjármagnstekjuskatti fá þær vegna söluhagnaðar af hlutabréfum.

Skuldir heimilanna hafa vaxið milli ára, eða um liðlega 21 prósent, landsmenn skulda um eittþúsund og fjögurhundruð milljarða króna og það gerir hvorki meira né minna en verðmæti rúmlega eitthundrað og fimmtán verslunarhúsa eins og Kringlan. Framtaldar eignir nema um þrjú þúsund og þrjúhundruð milljörðum og hafa þær aukast um 20 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×