Innlent

Listaháskólinn verður í miðbænum

Borgarstjóri vill að Listaháskólinn verði í miðbænum og komist verði að samkomulagi varðandi uppbyggingu hans á Laugaveginum til að vernda götumyndina.

Ágreiningur hefur verið um vinningstillögu Listaháskóla ÍSlands á frakkastígsreitnum og hefur Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, skipað Magnús Skúlason arkitekt og fyrrverandi formann húsafriðunarnefndar í Skipulagsráðs í stað Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur eftir að hann vék henni fyrirvaralaust úr ráðinu. Magnús sagðist í hádegisfréttum andvígur tillögunni um Lhí í núverandi mynd, byggingin væri of stór og reiturinn of lítill.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×