Innlent

Orkuveitan kannar hvort brotalöm sé á hjáveitumálum hjá tjörninni

Orkuveitan hefur strax brugðist við þeim niðurstöðum skýrslu Náttúrufræðistofu Kópavogs að saurgerla sé að finna í tjörninni. Það stafar að öllum líkindum af brotalöm á hjáveitumálum samkvæmt skýrslunni.

„Orkuveitan hafði strax samband við okkur og ætlar að skoða strax hvort það kunni að vera einhverjar rangar tenginar hjá þeim sem valdi því að eitthvað skólp komist í tjörnina," segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðstýra umhverfis- og samgöngusviðs hjá Reykjarvíkurborg. Hún segir að skólp myndi aldrei vísvitandi rata í tjörnina.

Ellý er mjög ánægð með skýrsluna og telur hana vel unna en skýrslan var unnin fyrir umhverfis- og samgöngusvið. „Það er eðlilega mikið álagssvæði við tjörnina. Við erum að fara að funda með Hilmari J. Malmquist á morgun til að fara yfir skýrsluna og munum fara yfir þær aðgerðir sem tillögur eru um í skýrslunni. Viljum eðlilega að umhverfi tjarnarinnar sé fallegt og heilnæmt," segir Ellý en þeirra tillögur verða svo lagðar fyrir heilbrigðisnefnd í næstu viku og síðan umhverfis og samgöngunefnd í þarnæstu viku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×