Innlent

Búið að veiða 26 hrefnur

Búið er að veiða tuttugu og sex hrefnur af fjörutíu á þessu hrefnuveiðitímabili. Báturinn Halldór Sigurðsson frá Ísafirði veiddi sína fyrstu hrefnu í blíðskaparveðri í Ísafjarðardjúpi í gær og slóst fréttastofa með í för.

Það er ekki algengt að menn fái að fylgjast með hrefnuveiðimönnum að störfum en fréttastofa fékk í fyrsta sinn að fara með bátnum Halldóri Sigurðssyni sem gerður er út frá Ísafirði, þegar hann fór í veiðiferð í gær. Nóg var af hrefnum í Ísafjarðardjúpínu enda blíðskaparveður og spegilssléttur sjórinn.

Konráð Eggertsson skipstjóri og hrefnuveiðimaður sigldi út klukkan hálf sjö í gærmorgun. Hann skaut sína fyrstu hrefnu síðdegis eftir tveggja tíma eltingarleik. Hann notaði sprengjuskutul til verksins og landaði sex og hálfsmetra löngu karldýri.

Hrefnuveiðikvótinn í ár er 40 hrefnur og alls hafa verið veiddar 26. Báturinn Njörður hefur veitt flestar þeirra en hann er gerður út frá Kópavogi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×