Innlent

31,7 gráður í Grímsnesi

Tvíburarnir Katla og Gauti sáu kalda vatnsfötuna í hillingum.
Tvíburarnir Katla og Gauti sáu kalda vatnsfötuna í hillingum.
„Við erum í steik bara. Ég á hérna eins og hálfs árs tvíbura sem eru að reyna að troða sér í sömu vatnsfötuna," segir Guðný Tómasdóttir hlæjandi. Hún er stödd í Ártanga, gróðrastöð systur sinnar undir Hestfjalli í Grímsnesi. Klukkan 15:06 sýndi veðurstöð gróðrastöðvarinnar 31,7 gráður. Það er rúmri gráðu meira en hæsti hiti sem mælst hefur á íslandi, en á Teigarhorni mældust 30,5 gráður þann 22. júní árið 1939.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×