Innlent

Vissi af skítnum í tjörninni

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson.

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir innihald skýrslunnar sem Náttúrufræðistofa Kópavogs gerði um mengun í tjörninni ekki hafa komið sér á óvart. Hann telur það vera vitað mál að vatnið í tjörninni sé ekki hreint né heilnæmt.

„Tjörnin hefur alltaf verið í umræðunni, við fylgjumst ákaflega vel með þeirri umræðu og þessi skýrsla er bara liður í því. Við báðum um að þessi skýrsla yrði gerð, þetta er hluti af reglubundu eftiliti með lífríki tjarnarinnar. Vildum fá mjög góða og ítarlega skýrslu um þetta," segir Gísli Marteinn.

„Það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um hvort verði farið í aðgerðir eða hvenær farið verður." segir Gísli inntur eftir í hvaða aðgerðir verði farið í í kjölfar niðurstöðu skýrslunnar.

Ég lýsi eftir þeim Reykvíkingi sem vissi ekki að vatnið í tjörninni væri ekki hreint. Það eru sjálfsögðu einhverjir til sem vilja þurrka upp tjörnina upp og setja steyptan botn í hana. Það er hins vegar ekki hugmynd sem hefur hugnast mönnum. Þetta er náttúruleg tjörn en auðvitað er alltaf einhver milliliður og við þurfum bara að skoða það nákvæmlega." segir Gísli Marteinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×