Innlent

Játar að vera já-maður Ólafs

Magnús Skúlason arkitekt, sem Ólafur F. Magnússon hyggst skipa í skipulagsráð borgarstjórnar í stað Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, játar því að ein ástæða þess að Ólafur vilji hann inn í skipulagsráð sé til að hafa eigin já-mann innan ráðsins.

Magnús Skúlason er andvígur vinningstillögu um Listaháskóla Íslands og segir fyrirhugaða byggingu alltof stóra og tillöguna á engan hátt samræmast götumyndinni.

Magnús segir ekki raunhæft að að koma byggingunni fyrir á Frakkastígsreitnum. Einnig vilji hann friða húsin númer 43 og 45 sem til standi að rífa með byggingu hússins en nú eru þar húðflúrstofa og vínberið.

Magnús sagðist ekki þekkja mikið til deilu Ólafs og Ólafar Guðnýjar en sagði að greinilegur trúnaðarbrestur hefði átt sér stað. En er Ólafur þá að ráða sér já-mann í skipulagsráð? „Ólafur veit alveg um mína skoðun í þessu máli og fleiri málum sem við erum sammála um. Þannig að það má alveg kalla það að hann sé að ráða sér inn já-mann," segir Magnús.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×