Innlent

Tjáir sig ekki um málefni Ólafar Guðnýjar

Ólafur F. Magnússon og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Ólafur F. Magnússon og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, tjáir sig ekki á þessari stundu um ástæður þess að Ólöf Guðný Valdimarsdóttur, varaformaður skipulagsráðs, víkur úr ráðinu.

,,Ég vil ekki tjá mig um málefni Ólafar Guðnýjar í dag og tel að við bæði eigum eftir að hafa starfað saman sem borgarstjóri og aðstoðarmaður borgarstjóra að halda vissum trúnaði. Á þessu stigi málsins ætla ég ekki að tjá mig um hennar málefni. Ég mun hugsanlega endurskoða þá afstöðu ef tilefni gefst til," segir Ólafur.

Ólöf Guðný var aðstoðarmaður Ólafs til seinustu mánaðarmóta. Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið 30. júní að Ólöf Guðný myndi starfa áfram með meirihlutanum að skipulasmálum. „Hún nýtur fulls trausts og virðingar," sagði Ólafur við blaðið.

Magnús Skúlason, arkitekt og fyrrverandi formaður Húsafriðunarnefndar, tekur sæti í skipulagsráði í stað Ólafar Guðnýjar ,,Ég tel ljóst að skoðanir Magnúsar í skipulagsmálum og mínar fari mjög vel saman. Einkum varðandi verndun gamallar götumyndar í borginni og ekki síður í flugvallarmálinu," segir Ólafur.






Tengdar fréttir

Ólöf Guðný rekin úr skipulagsráði

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir mun að öllum líkindum víkja úr skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Hún sagði við Vísi í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi haft samband við hana í gær og hann hafi tilkynnt henni að hann myndi tilnefna nýjan fulltrúa hennar á næsta fundi borgarráðs. Borgarráð muni svo kjósa um málið.

Gerræðisleg vinnubrögð borgarstjóra

Ákvörðun Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra, að víkja varaformanni skipulagsráðs úr ráðinu ber vott um hótanir og gerræðisleg vinnubrögð að mati oddvita minnihlutans. Oddviti Vinstri-grænna segir borgarstjórann einangraðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×