Hitamet kann að falla í dag Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júlí 2008 11:38 Gera má ráð fyrir að dagurinn í dag verði hlýjasti dagur ársins víða á landinu, að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings hjá 365 miðlum. Hann gerir ráð fyrir að hitinn fari upp í 28 - 29 stig til landsins suðvestan til. Hitinn var mestur 27,1 gráður í gær á Þingvöllum sem er mun hærra en þegar hann var mestur í fyrra. Síðasta sumar fór hitinn hæst í 24,6 gráður. Það var á Hjarðarlandi í Biskupstungum, en þar var hitinn 26 stig í gær. Sumarið 2008 er því orðið heitara en sumarið 2007.Hlýrra en í fyrra Sigurður segir að svo gæti farið að hitamet kunni að falla á Íslandi í dag. Hitinn hafi mest farið upp í 30,5 gráður á Íslandi. Það hafi verið í júní 1939. „Það er ekki útilokað að það met verði slegið sem og metið fyrir Reykjavík sem er 24,8 gráður" segir Sigurður. Hann segir að það sé frá hitabylgjunni árið 2004. „Við þessar aðstæður má velta fyrir sér hvort atvinnurekendur ættu ekki að taka upp sólarfrí og að á sjónvarpsstöðvunum verði bara stillimyndir," segir Sigurður og brosir í kampinn.Spáir vel fyrir verslunarmannahelgi Sigurður segir að veðurhorfur fyrir verslunarmannahelgi séu mjög góðar víðast hvar á landinu, einkum frá laugardegi til mánudags. Búist sé við hægum vindi og björtu veðri þó að skýjað verði á köflum, einkum austan til. Á föstudagsmorgun sé von á örlítilli rigningu sunnan til en það stytti upp þegar líði á daginn. „Það er erfitt að mæla með einhverjum einum stað á landinu fremur en öðrum þessa helgina, segir Sigurður og bætir við að útlitið sé gott hvert sem litið er. Hann segir að þetta verði með betri verslunarmannahelgarveðrum. Útlit sé gott í Eyjum, á Neistaflugi á Neskaupsstað og blíðskapaveður verði á Síldarævintýrinu á Siglufirði og á Halló Akureyri.Ísland mögulega orðið sólarland Sigurður segir að það sem valdi þessu góða veðri séu hlýir háloftastraumar sem berist frá Spáni og nái niður við Ísland. „Ég velti fyrir mér hvort hnattræn hlýnun sé að verða til þess að hægt sé að markaðssetja Íslands sem sólarland fyrir ferðamenn," segir Sigurður og hlær. „Í það minnsta keppir Ísland nú við lönd eins og Spán, Portúgal og Ítalíu, hvað hitastig og sól varðar" segir hann. Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Gera má ráð fyrir að dagurinn í dag verði hlýjasti dagur ársins víða á landinu, að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings hjá 365 miðlum. Hann gerir ráð fyrir að hitinn fari upp í 28 - 29 stig til landsins suðvestan til. Hitinn var mestur 27,1 gráður í gær á Þingvöllum sem er mun hærra en þegar hann var mestur í fyrra. Síðasta sumar fór hitinn hæst í 24,6 gráður. Það var á Hjarðarlandi í Biskupstungum, en þar var hitinn 26 stig í gær. Sumarið 2008 er því orðið heitara en sumarið 2007.Hlýrra en í fyrra Sigurður segir að svo gæti farið að hitamet kunni að falla á Íslandi í dag. Hitinn hafi mest farið upp í 30,5 gráður á Íslandi. Það hafi verið í júní 1939. „Það er ekki útilokað að það met verði slegið sem og metið fyrir Reykjavík sem er 24,8 gráður" segir Sigurður. Hann segir að það sé frá hitabylgjunni árið 2004. „Við þessar aðstæður má velta fyrir sér hvort atvinnurekendur ættu ekki að taka upp sólarfrí og að á sjónvarpsstöðvunum verði bara stillimyndir," segir Sigurður og brosir í kampinn.Spáir vel fyrir verslunarmannahelgi Sigurður segir að veðurhorfur fyrir verslunarmannahelgi séu mjög góðar víðast hvar á landinu, einkum frá laugardegi til mánudags. Búist sé við hægum vindi og björtu veðri þó að skýjað verði á köflum, einkum austan til. Á föstudagsmorgun sé von á örlítilli rigningu sunnan til en það stytti upp þegar líði á daginn. „Það er erfitt að mæla með einhverjum einum stað á landinu fremur en öðrum þessa helgina, segir Sigurður og bætir við að útlitið sé gott hvert sem litið er. Hann segir að þetta verði með betri verslunarmannahelgarveðrum. Útlit sé gott í Eyjum, á Neistaflugi á Neskaupsstað og blíðskapaveður verði á Síldarævintýrinu á Siglufirði og á Halló Akureyri.Ísland mögulega orðið sólarland Sigurður segir að það sem valdi þessu góða veðri séu hlýir háloftastraumar sem berist frá Spáni og nái niður við Ísland. „Ég velti fyrir mér hvort hnattræn hlýnun sé að verða til þess að hægt sé að markaðssetja Íslands sem sólarland fyrir ferðamenn," segir Sigurður og hlær. „Í það minnsta keppir Ísland nú við lönd eins og Spán, Portúgal og Ítalíu, hvað hitastig og sól varðar" segir hann.
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira