Hitamet kann að falla í dag Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júlí 2008 11:38 Gera má ráð fyrir að dagurinn í dag verði hlýjasti dagur ársins víða á landinu, að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings hjá 365 miðlum. Hann gerir ráð fyrir að hitinn fari upp í 28 - 29 stig til landsins suðvestan til. Hitinn var mestur 27,1 gráður í gær á Þingvöllum sem er mun hærra en þegar hann var mestur í fyrra. Síðasta sumar fór hitinn hæst í 24,6 gráður. Það var á Hjarðarlandi í Biskupstungum, en þar var hitinn 26 stig í gær. Sumarið 2008 er því orðið heitara en sumarið 2007.Hlýrra en í fyrra Sigurður segir að svo gæti farið að hitamet kunni að falla á Íslandi í dag. Hitinn hafi mest farið upp í 30,5 gráður á Íslandi. Það hafi verið í júní 1939. „Það er ekki útilokað að það met verði slegið sem og metið fyrir Reykjavík sem er 24,8 gráður" segir Sigurður. Hann segir að það sé frá hitabylgjunni árið 2004. „Við þessar aðstæður má velta fyrir sér hvort atvinnurekendur ættu ekki að taka upp sólarfrí og að á sjónvarpsstöðvunum verði bara stillimyndir," segir Sigurður og brosir í kampinn.Spáir vel fyrir verslunarmannahelgi Sigurður segir að veðurhorfur fyrir verslunarmannahelgi séu mjög góðar víðast hvar á landinu, einkum frá laugardegi til mánudags. Búist sé við hægum vindi og björtu veðri þó að skýjað verði á köflum, einkum austan til. Á föstudagsmorgun sé von á örlítilli rigningu sunnan til en það stytti upp þegar líði á daginn. „Það er erfitt að mæla með einhverjum einum stað á landinu fremur en öðrum þessa helgina, segir Sigurður og bætir við að útlitið sé gott hvert sem litið er. Hann segir að þetta verði með betri verslunarmannahelgarveðrum. Útlit sé gott í Eyjum, á Neistaflugi á Neskaupsstað og blíðskapaveður verði á Síldarævintýrinu á Siglufirði og á Halló Akureyri.Ísland mögulega orðið sólarland Sigurður segir að það sem valdi þessu góða veðri séu hlýir háloftastraumar sem berist frá Spáni og nái niður við Ísland. „Ég velti fyrir mér hvort hnattræn hlýnun sé að verða til þess að hægt sé að markaðssetja Íslands sem sólarland fyrir ferðamenn," segir Sigurður og hlær. „Í það minnsta keppir Ísland nú við lönd eins og Spán, Portúgal og Ítalíu, hvað hitastig og sól varðar" segir hann. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Gera má ráð fyrir að dagurinn í dag verði hlýjasti dagur ársins víða á landinu, að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings hjá 365 miðlum. Hann gerir ráð fyrir að hitinn fari upp í 28 - 29 stig til landsins suðvestan til. Hitinn var mestur 27,1 gráður í gær á Þingvöllum sem er mun hærra en þegar hann var mestur í fyrra. Síðasta sumar fór hitinn hæst í 24,6 gráður. Það var á Hjarðarlandi í Biskupstungum, en þar var hitinn 26 stig í gær. Sumarið 2008 er því orðið heitara en sumarið 2007.Hlýrra en í fyrra Sigurður segir að svo gæti farið að hitamet kunni að falla á Íslandi í dag. Hitinn hafi mest farið upp í 30,5 gráður á Íslandi. Það hafi verið í júní 1939. „Það er ekki útilokað að það met verði slegið sem og metið fyrir Reykjavík sem er 24,8 gráður" segir Sigurður. Hann segir að það sé frá hitabylgjunni árið 2004. „Við þessar aðstæður má velta fyrir sér hvort atvinnurekendur ættu ekki að taka upp sólarfrí og að á sjónvarpsstöðvunum verði bara stillimyndir," segir Sigurður og brosir í kampinn.Spáir vel fyrir verslunarmannahelgi Sigurður segir að veðurhorfur fyrir verslunarmannahelgi séu mjög góðar víðast hvar á landinu, einkum frá laugardegi til mánudags. Búist sé við hægum vindi og björtu veðri þó að skýjað verði á köflum, einkum austan til. Á föstudagsmorgun sé von á örlítilli rigningu sunnan til en það stytti upp þegar líði á daginn. „Það er erfitt að mæla með einhverjum einum stað á landinu fremur en öðrum þessa helgina, segir Sigurður og bætir við að útlitið sé gott hvert sem litið er. Hann segir að þetta verði með betri verslunarmannahelgarveðrum. Útlit sé gott í Eyjum, á Neistaflugi á Neskaupsstað og blíðskapaveður verði á Síldarævintýrinu á Siglufirði og á Halló Akureyri.Ísland mögulega orðið sólarland Sigurður segir að það sem valdi þessu góða veðri séu hlýir háloftastraumar sem berist frá Spáni og nái niður við Ísland. „Ég velti fyrir mér hvort hnattræn hlýnun sé að verða til þess að hægt sé að markaðssetja Íslands sem sólarland fyrir ferðamenn," segir Sigurður og hlær. „Í það minnsta keppir Ísland nú við lönd eins og Spán, Portúgal og Ítalíu, hvað hitastig og sól varðar" segir hann.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira