Innlent

Meirihluti heyrnarlausra í láglaunastörfum

Sum fyrirtæki taka ekki í mál að ráða heyrnarlausa til starfa og önnur krefjast þess að Félag heyrnarlausra gangist í ábyrgð fyrir þá sem þeir ráða. Þetta segir atvinnuráðgjafi félagsins.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá máli þrítugs tækniteiknara sem er heyrnarlaus og hefur verið synjað um starf hátt í sjötíu sinnum. Laila Margrét Arnþórsdóttir atvinnuráðgjafi hjá Félagi heyrnarlausra segir þá hafa litla atvinnumöguleika þó þeir hafi framhaldsmenntun. Viðbrögð fyrirtækja séu mismunandi gagnvart heyrnarlausum starfsmönnum.

Hátt í tvö hundruð manns eru í Félagi heyrnarlausra og segir formaður þess að meirihluti félagsmanna sé í láglaunastörfum. Hún segir þetta sorglega staðreynd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×