Innlent

,,Ég hef aldrei séð annað eins"

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Myndin er ekki tekin hér á landi. MYND/AFP
Myndin er ekki tekin hér á landi. MYND/AFP

Undanfarna klukkustund hafa verið miklar þrumur og eldingar á Djúpavogi, að sögn Gunnars Sigurðsson íbúa í bæjarfélaginu. ,,Ég hef aldrei séð annað eins."

,,Það líða um það bil tvær til þrjár mínútur á milli eldinga og það fylgir þessu gríðarlega mikil úrkoma," segir Gunnar sem í fyrstu hélt að vörubílar með tengivagna væru að keyra fram hjá húsinu sínu.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir eldingaveðrið. ,,Ég sé þetta á gervnihnattmyndum. Þetta kemur oft í kjölfarið á heitu loftu," segir Einar sem sýnist veðrið teygja sig frá Suðurfjörðunum alveg vestur í Mýrdal.

,,Þetta er mikill skúragarður með eldingum sem færist og hann þokast vestur yfir land. Fólk má gera ráð fyrir eldingaveðri á Suðurhálendi og á Suðurlandi í kvöld og í nótt," segir Einar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×