Innlent

Slapp lítið meiddur úr bílveltu í Tungudal

Ökumaður pallbíls slapp lítið meiddur þegar bíllinn valt eina til tvær veltur skammt frá jarðgangamunnanum í Tungudal við Ísafjörð undir kvöld í gær.

Tveir hundar, sem voru með honum í bílnum sluppu alveg ómeiddir. Ástæða þess að maðurinn missti stjórn á bílnum mun vera sú að hann var með alltof þungan vagn í drætti, sem mun hafa tekið stjórnina af honum. Lögregla telur manninum til happs að hafa notað bílbelti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×