Innlent

Dagur: Skil ekki Ólaf frekar en margir aðrir

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson.

„Mér finnst þessar daglegu vandræðalegu uppákomur orðnar svo sorglegar að það tekur varla tárum. Ég held að það sé kannski ekki ástæða til að eltast við ummæli Ólafs F. í stóru eða smáu. Miklu réttara er að beina sjónum að ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sem leiddi hann til valda. Þau eru ábyrg fyrir stöðunni og þeirri, í raun, stjórnarkreppu sem hefur verið nær linnulaust frá því að þessi meirihluti tók við," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni.

Áttar sig ekki á ummælum Ólafs

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, er ómyrkur í máli í viðtali við 24 stundir í dag og fer ekki fögrum orðum um Dag og aðra helstu leiðtoga Samfylkingarinnar. Talar Ólafur jafnframt um að deilan sem nú rísi um skipulagsmál sýni hvers vegna síðasti borgarstjórnarmeirihluti sprakk. Dagur vísar þessum ummælum til föðurhúsanna.

„Ég átta mig ekki á hvað hann er að fara enda held ég að ekki margir geri það heldur. Það sem er að gerast í skipulagsmálum í borginni er að eiginlega allt er stopp útaf vandræðagangi og klúðri þessa nýja borgarmeirihluta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×