Fleiri fréttir

Tugir bíla fastir á Fagradal

Björgunarsveitir á Austurlandi standa nú ströngu við að aðstoða ökumenn sem sitja fastir á Fagradal en þar veður mjög slæmt og varað við því að halda dalinn.

Tóku tillit til aðstæðna

Einungis 0,3 prósent ökumanna sem óku yfir gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar í norðurátt á tæpum tveimur sólarhringum óku of hratt.

Tvær villur við Tjörnina til sölu

Tvö hús á besta stað í miðbænum eru komin á sölu hjá Eignamiðlun. Annað er á Tjarnargötu og hitt á Suðurgötu. Fermetraverðið á báðum húsum er yfir 400 þúsund krónur.

Krapastífla í Elliðaám rakin til kuldakastsins

Búið er að opna vegi við ósa Elliðaánna aftur en þeim þurfti að loka í morgun vegna krapastíflu sem myndaðist í ánum. Krapastífluna má rekja til kuldakastsins að undanförnu og þegar Elliðárstöðin var ræst aftur í morgun flæddi áin yfir bakka sína.

Réðst að gjaldkerum með orðum og öxi

„Það réðst hérna maður inn með öxi og ógnaði gjaldkerum bæði með orðum og öxinni sjálfri,“ segir Már Másson upplýsingafulltrúi Glitnis en vopnað rán var framið í útibúi bankans í Lækjargötu í morgun.

Tímabundin ráðstöfun að vista fanga saman í klefa

Sú ráðstöfun sem gripið hefur verið til á Litla-Hrauni, að vista fanga saman í klefa, er tímabundin að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra. Hann segir að það sé aðeins í fáum klefum sem þetta sé gert.

Vopnað rán í Glitni

Rán var framið í útibúi Glitnis í Lækjargötu í Reykjavík nú á tíunda tímanum, eða skömmu eftir að bankinn opnaði.

Segja fangelsið á Lilta-Hrauni yfirfullt

Fullyrt er á vef Afstöðu, félags fanga, að fangelsið á Litla-Hrauni sé nú yfirfullt og því hafi verið gripið til þess ráðs að vista fanga saman í klefa.

Engum hollt að hafa völd of lengi

Jón Ólafsson athafnamaður og vatnsútflytjandi sagði í Mannamáli í kvöld að hann hefði verið búinn að fá nóg þegar hann fór af landi brott og settist að í Bretlandi. Sigumundur Ernir hafði spurt hvort Jón hefði verið hrakinn burt af öflum í Sjálfstæðisflokknum. Jón svaraði að mikil átök hefðu átt sér stað en hann væri enn í flokknum. Engum flokki væri þó hollt að hafa völd of lengi.

Frumvarp um varalið í undirbúningi

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist vera að undirbúa frumvarp til laga um varalið þar sem björgunarsveitarmenn geti komið inn í verkefni lögreglunnar á álagspunktum. Í Silfri Egils í dag nefndi hann leiðtogafund Raegan og Gorbatsjov í Höfða sem dæmi um tilfelli þar sem varalið yrði kallað út samkvæmt lagaheimildum.

Vill að allur fiskur verði vigtaður hérlendis

Gunnar Bragi Guðmundsson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir samtökin vilja að allur fiskur verði vigtaður hér á landi áður en hann er fluttur út. Hann gefir lítið fyrir þau rök sjávarútvegsráðherra að aukning á útflutningi óunnins botnsfisks skýrist að mestu af aflaaukningu á ýsu.

Neyðarteymi hjálpar fórnarlömbum mansals

Í það minnsta 20 einstaklingar hafa verið seldir mansali hingað til lands síðustu ár. Buið er að stofna neyðarteymi hér á landi sem ætlað er að hjálpa einstaklingum sem seldir hafa verið mansali.

Telja nauðsynlegt að breyta tóbaksvarnarlögum

Hópur þingmanna telur nauðsynlegt að breyta tóbaksvarnarlögum þannig að veitingamönnum verði leyft að koma upp lokuðu rými innandyra fyrir reykingamenn. Frumvarp þessa efnis er nú í smíðum.

Margir taka bolluforskot

Þótt bolludagur sé ekki fyrr en á morgun tóku margir forskot á sæluna í dag og fengu sér súkkulaðibollu með kaffinu. Bakarar gera ráð fyrir góðri sölu en talið er að Íslendingar borði alls um 500 þúsund bollur í kringum bolludaginn.

Fálkinn kominn langt með fýlinn

Hungraður fálki sem náði fýl í Vestmannaeyjum í gær er búinn að éta meirihlutann af honum. Gísli Óskarsson fréttaritari Stöðvar 2 í Eyjum segir að það líti út fyrir að fýllinn hafi lent í átökum við fálkann og barist fyrir lífi sínu. Það megi merkja á því að lýsi sé á fjöðrum fálkans. Þannig hafi fýllinn náð að spýja lýsi á mótherja sinn áður en hann varð undir í baráttunni.

Reykingamenn leituðu skjóls í Land Rover á Búðum

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins lýsir á bloggsíðu sinni skemmtilegri dvöl á Hótel Búðum um helgina. Fyrir utan frábært eldhús og skemmtilega gátur Ævars Arnar Jósepssonar og Davíðs Þórs Jónssonar vakti úrræði reykingagesta athygli Guðmundar.

Hanna Birna nýr forystumaður Sjálfstæðisflokksins?

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er í Morgunblaðinu í dag talin framtíðarforystumaður flokksins í borgarmálum. Í Staksteinum segir að í kjölfar átaka á vettvangi stjórnmála komi stundum nýir forystumenn fram á sjónarsviðið. Það hafi gerst í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins frá því að meirihluti flokksins og Framsóknar féll í október.

Breyta þarf lögum í samræmi við álit mannréttindanefndar

Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður telur að breyta þurfi lögum í samræmi við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Ísland sé aðili að alþjóðasamningnum og í úrskurðinum komi fram að ríkisstjórninni beri að taka tillit til hans og skila skýrslu innan 100 daga.

Telur að borgarstjóri hafi ekki sætt ofsóknum

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur ekki að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi sætt ofsóknum fjölmiðla í kjölfar valdaskipta í borgarstjórn nýverið. Í þætti Egils Helgasonar Silfri Egils sagði hann þó að gengið hefði verið nærri Ólafi. Munur væri á að að ganga nærri einhverjum eða ofsækja.

Vill færa Árbæjarsafn í miðborgina

Ólöf Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Silfri Egils fyrir stundu að hún teldi að leggja ætti Árbæjarsafnið niður og skila húsunum til baka til Reykjavíkur. Friðun húsa á Laugarvegi var til umræðu í þættinum. Bjarni Harðarson þingmaður fagnaði því að húsafriðun væri að taka við sér en taldi skyndifriðun húsanna við Laugaveg 4-6, 600 miljón króna klúður.

Ákvörðun menntamálaráðherra um kristin gildi erfið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segist gera sér grein fyrir óánægju margra sjálfstæðismanna með að tilvísun til kristins siðferðis skyldi felld úr skólastefnunni. Sjálf sé hún mjög kristin og hafi þurft að liggja lengi yfir málinu.

Þyrla sótti slasaðan snjósleðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan tvö í nótt til að sækja slasaðan snjósleðamann við Landmannahelli. Maðurinn hafði slasast á fæti og var talinn fótbrotinn. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala í Fossvogi.

Tuttugu dæmi um mansal á Íslandi

Minnst tuttugu dæmi um mansal hafa komið upp hér á landi. Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur í Alþjóðahúsi, segist hafa hitt minnst átta fórnarlömb síðustu fjögur árin.

Lögreglan prófar rafbyssur

Sérsveitarmenn lögreglunnar hafa undanfarnar vikur verið að prófa svokallaðar rafbyssur á æfingum sínum. Að æfingunum loknum verður tekin ákvörðun um það hvort lögreglan taki slíkar byssur í notkun.

ASÍ segir málsók á HB Granda mögulega

Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambandsins segir koma til greina að fara í mál við HB Granda vegna uppsagna fiskverkafólks á Akranesi. Fyrirtækið hafi í nær öllum atriðum farið á svig við lög um hópuppsagnir.

Ánægður með endurskoðun mótvægisaðgerða

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir ánægjulegt að ríkisstjórnin skuli ætla að endurskoða mótvægisaðgerðir sínar vegna niðurskurðar þorskkvótans enda hafi menn bent á það frá upphafi að þær myndu ekki gera það gagn sem þeim var ætlað. Best væri að auka þorskkvótann aftur innan fiskveiðiársins.

Sjávarútvegsráðherra vill halda fiskvinnslu í landinu

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra segir að leita verði leiða til að halda fiskvinnslu í landinu. Hann segir útflutningsálagið, sem afnumið var í september í fyrra, ekki hafa gert það gagn sem vonast var til.

Sjá næstu 50 fréttir