Innlent

Reykingamenn leituðu skjóls í Land Rover á Búðum

Reykingamenn hreiðruðu um sig á bekkjum Land Rover bílsins en úti var 15 stiga frost.
Reykingamenn hreiðruðu um sig á bekkjum Land Rover bílsins en úti var 15 stiga frost. MYND/Guðmundur Gunnarsson

 

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins lýsir á bloggsíðu sinni skemmtilegri dvöl á Hótel Búðum um helgina. Fyrir utan frábært eldhús og skemmtilega gátur Ævars Arnar Jósepssonar og Davíðs Þórs Jónssonar vakti úrræði reykingagesta athygli Guðmundar.

Einhver gestanna brá á það ráð að sækja gamlan Land Rover jeppa sem stillt var upp við anddyri hótelsins. Þar gátu gestir leitað skjóls frá 15 stiga gaddi og hreiðrað um sig á bekkjum Róversins.

Jón Sigurðsson matreiðslumaður á Hótel Búðum segir að ekki standi til að hótelið taki upp þessað aðferð til að búa reykingafólki aðstöðu. Hótelhöldurum komi í raun ekki við hvað gestir geri í bílum sínum. „Hins vegar finnst mér atvikið skemmtilegt," sagði Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×