Innlent

Fálkinn kominn langt með fýlinn

Fálkinn er búinn að éta meira en helming bráðarinnar.
Fálkinn er búinn að éta meira en helming bráðarinnar. MYND/Gísli Óskarsson
Fólk flykktist að til að fylgjast með fálkanum gæða sér á bráðinni.

Hungraður fálki sem náði fýl í Vestmannaeyjum í gær er búinn að éta meirihlutann af honum. Gísli Óskarsson fréttaritari Stöðvar 2 í Eyjum segir að það líti út fyrir að fýllinn hafi lent í átökum við fálkann og barist fyrir lífi sínu. Það megi merkja á því að lýsi sé á fjöðrum fálkans. Þannig hafi fýllinn náð að spýja lýsi á mótherja sinn áður en hann varð undir í baráttunni.

Fálkinn fer ekki frá bráðinni og hefur vakið mikla athygli heimamanna þar sem hann vaktar bráðina á Þrælaeyði undir klifinu.

Fólk flykktist að til að skoða fálkann gæða sér á bráðinni.MYND/Gísli Óskarsson

Fólk gat nálgast fálkann í allt að tveggja metra fjarlægð í dag án þess að hann léti það trufla sig.

„Þetta er óvanaleg sjón hér," segir Gísli. „Menn þurfa að fara einhver 20-30 ár aftur í tímann til að sjá svipuð dæmi."

Gísli segir að svipaða hegðun megi sjá hjá smyrlum ef þeir nái í bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×