Innlent

Þinglýstum kaupsamningum fækkar áfram

MYND/Vilhelm

Sjötíu og tveimur kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Eru það nærri helmingi færri samningar en meðaltal síðustu tólf vikna, sem var 120, og nokkuð færri samningar en vikuna 18. til 24. janúar, en þeir voru 88.

Fram kemur á vef Fasteignamats ríkisins að langflestir samninganna í síðustu viku hafi verið um eignir í fjölbýli eða 55. Þá nam heildarveltan í síðustu viku 2,1 milljarði, eða réttum helmingi af meðaltali síðustu tólf vikna.

Þá vekur einnig athygli að meðalupphæð á samning nam tæpum þrjátíu milljónum króna í síðustu viku sem er rétt um fimm milljónum króna lægri meðalupphæð en meðaltal síðustu tólf vikna á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×