Lögreglan prófar rafbyssur 2. febrúar 2008 19:40 Sérsveitarmenn lögreglunnar hafa undanfarnar vikur verið að prófa svokallaðar rafbyssur á æfingum sínum. Að æfingunum loknum verður tekin ákvörðun um það hvort lögreglan taki slíkar byssur í notkun. Það er embætti ríkislögreglustjóra sem stendur fyrir æfingunum en þeim er ætlað að meta hvort rafbyssunum verði bætt við þau valdbeitingartæki sem lögregla hefur þegar yfir að ráða. Ákveðið var í byrjun desember að fara út í þessar athuganir og hófust æfingar af fullum krafti fyrir um tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra mun embættið skila niðurstöðum sínum til dómsmálaráðherra eftir um það bil tvær vikur. Þá verður tekin ákvörðun um það hvort lögreglan taki byssurnar í notkun en ekki liggur fyrir hvort það verði eingöngu sérsveitarmenn sem bera slíkar stuðbyssur eða hvort þær verði hluti af búnaði lögreglumanna almennt. Skemmst er hins vegar að minnast þess að fyrst þegar piparúði var tekinn í notkun hjá lögreglu var úðinn eingöngu ætlaður sérsveitarmönnum en nú bera flestir lögreglumenn slíkan úða. Milkar umræður hafa skapast um rafbyssur víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada. Í Kanada hafa fjölmiðlar haldið því fram að átján manns hafi látist í landinu frá árinu 2003 eftir að rafbyssa hafi verið notuð á viðkomandi. Á vef fyrirtækisins sem framleiðir byssurnar kemur hins vegar fram að rannsóknir sýni að enginn hafi skaðast alvarlega eftir að hafa fengið raflost frá byssunum. Í svari dómsmálaráðherra um málið á Alþingi nú í janúar kom fram að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og að athuganir á rafbyssunum sé hluti af því að leita leiða til að auka öryggi þeirra í starfi. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Sérsveitarmenn lögreglunnar hafa undanfarnar vikur verið að prófa svokallaðar rafbyssur á æfingum sínum. Að æfingunum loknum verður tekin ákvörðun um það hvort lögreglan taki slíkar byssur í notkun. Það er embætti ríkislögreglustjóra sem stendur fyrir æfingunum en þeim er ætlað að meta hvort rafbyssunum verði bætt við þau valdbeitingartæki sem lögregla hefur þegar yfir að ráða. Ákveðið var í byrjun desember að fara út í þessar athuganir og hófust æfingar af fullum krafti fyrir um tveimur vikum. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra mun embættið skila niðurstöðum sínum til dómsmálaráðherra eftir um það bil tvær vikur. Þá verður tekin ákvörðun um það hvort lögreglan taki byssurnar í notkun en ekki liggur fyrir hvort það verði eingöngu sérsveitarmenn sem bera slíkar stuðbyssur eða hvort þær verði hluti af búnaði lögreglumanna almennt. Skemmst er hins vegar að minnast þess að fyrst þegar piparúði var tekinn í notkun hjá lögreglu var úðinn eingöngu ætlaður sérsveitarmönnum en nú bera flestir lögreglumenn slíkan úða. Milkar umræður hafa skapast um rafbyssur víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada. Í Kanada hafa fjölmiðlar haldið því fram að átján manns hafi látist í landinu frá árinu 2003 eftir að rafbyssa hafi verið notuð á viðkomandi. Á vef fyrirtækisins sem framleiðir byssurnar kemur hins vegar fram að rannsóknir sýni að enginn hafi skaðast alvarlega eftir að hafa fengið raflost frá byssunum. Í svari dómsmálaráðherra um málið á Alþingi nú í janúar kom fram að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og að athuganir á rafbyssunum sé hluti af því að leita leiða til að auka öryggi þeirra í starfi.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira