Innlent

Segja aukna skilvirkni með sameiningu lögregluembætta

MYND/GVA

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á aukin skilvirkni hafi náðst í ákærumálum með sameiningu þriggja lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu við upphaf árs 2007.

Í tilkynningu frá lögreglunnir er bent á að samantekt leiði í ljós að ákært hafi verið vegna 3162 brota í fyrra sem eru tuttugu brotum fleira en árið 2006. Þessar ákærur voru afgreiddar með tæplega 1500 ákærumálum árið 2006 en tæplega 1380 á síðasta ári sem er 8 prósent fækkun mála á milli ára.

Segir lögregla að þetta þýði að hægt hafi verið að koma fleiri brotum til meðferðar hjá dómstólunum í færri dómsmálum. Þetta eigi sérstaklega við í málum síbrotamanna en það sé meðal markmiða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að rjúfa brotaferil þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×