Innlent

Grunaður um fíkniefnaakstur með þýfi í bílnum

MYND/Hari

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gær ökumann í Grindavík fyrir akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna.

Við leit í bifreið hans komu svo í ljós munir sem lögregla telur að sé þýfi. Maðurinn hefur verið vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður á eftir en hann hafði aðeins verið með ökuleyfið í einn dag. Reynist ólögleg fíkniefni í blóði hans missir hann ökuleyfið aftur.

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði auk þess fimm ökumenn í gærdag fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni, þar af einn sem var á 150 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×