Innlent

Segja fangelsið á Lilta-Hrauni yfirfullt

MYND/Stefán

Fullyrt er á vef Afstöðu, félags fanga, að fangelsið á Litla-Hrauni sé nú yfirfullt og því hafi verið gripið til þess ráðs að vista fanga saman í klefa.

Þar segir enn fremur að svipaða sögu sé að segja af öðrum fangelsum landsins. Bent er á að þessi staða bjóði heim hættu á ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi.

Í áliti frá Afstöðu segir enn fremur að biðlisti fyrir afplánun sé langur og leggur félagið til að þeim sem uppfylli lagaákvæði um reynslulausn fái hana svo hægt sé að koma þeim sem hættulegir séu samfélaginu fyrr til afplánunar. Einnig væri hægt að vista fanga á meðferðar- eða sjúkrastofnunum.

Félag fanga segist enn fremur telja að verði sé að brjóta jafnræðisreglu með því að neita kynferðisbrotamönnum um vist á áfangaheimilinu Vernd. Þeir afpláni því dóma sína á Litla-Hrauni og því verði ekki mikil endurnýjun á plássum þar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×