Innlent

Tugir bíla fastir á Fagradal

Björgunarsveitir á Austurlandi standa nú ströngu við að aðstoða ökumenn sem sitja fastir á Fagradal en þar veður mjög slæmt og varað við því að halda dalinn.

Björgunarsveitin Ársól fór á Fagradal í morgun til að aðstoða bíla en eftir því sem leið á morguninn versnaði ástandið og eru tugir bíla nú sagðir fastir á Fagradal. Þá komast snjóruðningsbílar hvorki lönd né strönd vegna þess hve margir bílar eru fastir á veginum.

Því hafa fleiri sveitir á Austurlandi verið kallaðar, björgunarsveitirnar Geisli, Hérað, Brimrún og Jökull. Björgunarsveitarmennirnir fóru á staðinn á sérútbúnum jeppum og snjóbílum. Eftir því sem Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir amar ekkert að þeim sem fastir eru í bílum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×