Innlent

Engum hollt að hafa völd of lengi

Jón Ólafsson athafnamaður var í Mannamáli í kvöld.
Jón Ólafsson athafnamaður var í Mannamáli í kvöld.

Jón Ólafsson athafnamaður og vatnsútflytjandi sagði í Mannamáli í kvöld að hann hefði verið búinn að fá nóg þegar hann fór af landi brott og settist að í Bretlandi. Sigumundur Ernir hafði spurt hvort Jón hefði verið hrakinn burt af öflum í Sjálfstæðisflokknum. Jón svaraði að mikil átök hefðu átt sér stað en hann væri enn í flokknum. Engum flokki væri þó hollt að hafa völd of lengi.

Jón sagði ennfremur að hann teldi að Íslendingar myndu fá mikil viðskipti ef land og þjóð væri grænni. Einhvers konar vistvæn viðskipti. Við ættum stórt og fallegt land sem væri næstum ómengað. Það væri einungis vegna þess að við værum færri en aðrar þjóðir og okkur hefði ekki tekist að menga það.

Jón lýsti útrás íslenska vatnsins en fyrirtæki hans og sonar hans Kristjáns hefur nýgert dreifingarsamning við Anhauser Busch sem er stærsti dreifingaraðili í Bandaríkjunum. Vatnið Icelandic Glacier fékk viðurkenningu sem besta vatn í heimi. Jón segir ástæðuna þá að vegna ungs aldurs landsins séu steinlög létt og það smitist inn í vatnið. Hann segir velgengni vatnsins hingað til hafa skapast vegna tímasetningar og að ekki hafi verið farið út í fjöldaframleiðslu heldur vatnið kynnt sem gæðavara.

Nýja vatnsverksmiðjan verður tilbúin í maí og komin í fullan rekstur í September. Hún verður 6.600 fermetra að stærð og getur framleitt 100 milljón lítra af vatni á ári. Milli 30 og 40 starfsmenn verða starfandi hér á landi, en annar eins fjöldi í útlöndum.

"Ég held ég geti fullyrt að þetta muni takast," sagði Jón; "Hverstu stórt það verður veit ég ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×