Innlent

Tóku tillit til aðstæðna

MYND/Vilhelm

Einungis 0,3 prósent ökumanna sem óku yfir gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar í norðurátt á tæpum tveimur sólarhringum óku of hratt.

Samtals fóru rúmlega 6100 ökutæki um gatnamótin og voru voru brot 22 manna mynduð. Meðalhraði hinna brotlegu var u.þ.b. 65 kílómetrar á klukkustund en þarna er leyfður hámarkshraði 50. Sá sem hraðast ók mældist á 84.

Lögregla segir að þessi niðurstaða beri það með sér að ökumenn hafi greinilega tekið tillit til aðstæðna og það sé vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×