Innlent

Margir taka bolluforskot

MYND/Auðunn

Þótt bolludagur sé ekki fyrr en á morgun tóku margir forskot á sæluna í dag og fengu sér súkkulaðibollu með kaffinu. Bakarar gera ráð fyrir góðri sölu en talið er að Íslendingar borði alls um 500 þúsund bollur í kringum bolludaginn.

Afgreiðslulfólk hjá Bakarameistaranum í Suðuveri hafði í nógu að snúast í morgun við afgreiða viðskiptavini sem þangað voru komnir til að kaupa sér bollur með kaffinu. Þó að bolludagurinn sé ekki fyrr en á morgun hafa bakarí verið að framleiða og selja bollur frá því í síðustu viku.

Bollusalan nær hámarki í dag og á morgun..

Talið er að íslendingar borði alls um 500 þúsund bollur í kringum bolludaginn. Það þýðir í stuttu máli tæpar tvær bollur á hvert mannsbarn hér á landi. Sumir borða þó meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×