„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 11:00 Gagnrýni á skipun stjórnarinnar hefur borist víða að. Vísir/Anton Brink Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, vísaði í fyrirspurn sinni til gagnrýni Verkfræðingafélags Íslands um hæfi nýrra stjórnarmanna og ósk Jafnréttisstofu eftir skýringu á því að ekki hefði verið höfð hliðsjón af jafnréttislögum við skipan í stjórnina. Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn HMS um miðjan mars og skipti út fyrri stjórn á einu bretti. Fimm nýir komu inn, fjórir þeirra hafa tengsl við Flokk fólksins. Þrír þeirra eru karlar og ein kona. Fimmti er svo framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Nefndin pólitískt skipuð Inga Sæland þakkaði Sigríði fyrirspurnina og benti á að heimilt sé að víkja frá meginreglur um jafnan rétt kynjanna ef hlutlægar ástæður liggi því að baki. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti háttvirtur þingmaður að þekkja mætavel með alla sína þinglegu reynslu úr sínum frábæra flokki,“ sagði hún. Sigríður tók þá til máls á ný og sagðist skilja Ingu þannig að hún líti svo á að þessi stjórn sé pólitískt skipuð og þannig að þeir einstaklingar sem skipaðir voru séu það hæfir að víkja hafi þurft frá skýrum ákvæðum jafnréttislaga. Hún ítrekaði svo spurningu sína um það hvers vegna ráðherrann hefði ekki látið af því verða að skipa TR nýja stjórn en skipunartími fyrri stjórnar rann út í nóvember. Hyggst leggja niður stjórn TR Inga Sæland tók til máls og sagðist hafa það í hyggju að leggja stjórn Tryggingastofnunar niður og að það frumvarp væri til meðhöndlunar á Alþingi. „Þar af leiðandi er ekki tímabært að skipa í nýja stjórn. Við teljum að stjórn Tryggingastofnunar sé í rauninni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yfirstjórn í stofnuninni sjálfri, forstjóra, og þetta heyrir beint undir ráðherra og ég efast ekki um að hv. þingmaður sjái hagræðinguna í því að vera ekki að skipa í stjórnir bara skipunarinnar vegna, enda erum við frekar að reyna að draga úr yfirbyggingu og óþarfa útgjöldum í stjórnir, nefndir og ráð sem hugsanlega mega missa sín,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, vísaði í fyrirspurn sinni til gagnrýni Verkfræðingafélags Íslands um hæfi nýrra stjórnarmanna og ósk Jafnréttisstofu eftir skýringu á því að ekki hefði verið höfð hliðsjón af jafnréttislögum við skipan í stjórnina. Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn HMS um miðjan mars og skipti út fyrri stjórn á einu bretti. Fimm nýir komu inn, fjórir þeirra hafa tengsl við Flokk fólksins. Þrír þeirra eru karlar og ein kona. Fimmti er svo framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Nefndin pólitískt skipuð Inga Sæland þakkaði Sigríði fyrirspurnina og benti á að heimilt sé að víkja frá meginreglur um jafnan rétt kynjanna ef hlutlægar ástæður liggi því að baki. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti háttvirtur þingmaður að þekkja mætavel með alla sína þinglegu reynslu úr sínum frábæra flokki,“ sagði hún. Sigríður tók þá til máls á ný og sagðist skilja Ingu þannig að hún líti svo á að þessi stjórn sé pólitískt skipuð og þannig að þeir einstaklingar sem skipaðir voru séu það hæfir að víkja hafi þurft frá skýrum ákvæðum jafnréttislaga. Hún ítrekaði svo spurningu sína um það hvers vegna ráðherrann hefði ekki látið af því verða að skipa TR nýja stjórn en skipunartími fyrri stjórnar rann út í nóvember. Hyggst leggja niður stjórn TR Inga Sæland tók til máls og sagðist hafa það í hyggju að leggja stjórn Tryggingastofnunar niður og að það frumvarp væri til meðhöndlunar á Alþingi. „Þar af leiðandi er ekki tímabært að skipa í nýja stjórn. Við teljum að stjórn Tryggingastofnunar sé í rauninni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yfirstjórn í stofnuninni sjálfri, forstjóra, og þetta heyrir beint undir ráðherra og ég efast ekki um að hv. þingmaður sjái hagræðinguna í því að vera ekki að skipa í stjórnir bara skipunarinnar vegna, enda erum við frekar að reyna að draga úr yfirbyggingu og óþarfa útgjöldum í stjórnir, nefndir og ráð sem hugsanlega mega missa sín,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira