„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 11:00 Gagnrýni á skipun stjórnarinnar hefur borist víða að. Vísir/Anton Brink Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, vísaði í fyrirspurn sinni til gagnrýni Verkfræðingafélags Íslands um hæfi nýrra stjórnarmanna og ósk Jafnréttisstofu eftir skýringu á því að ekki hefði verið höfð hliðsjón af jafnréttislögum við skipan í stjórnina. Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn HMS um miðjan mars og skipti út fyrri stjórn á einu bretti. Fimm nýir komu inn, fjórir þeirra hafa tengsl við Flokk fólksins. Þrír þeirra eru karlar og ein kona. Fimmti er svo framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Nefndin pólitískt skipuð Inga Sæland þakkaði Sigríði fyrirspurnina og benti á að heimilt sé að víkja frá meginreglur um jafnan rétt kynjanna ef hlutlægar ástæður liggi því að baki. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti háttvirtur þingmaður að þekkja mætavel með alla sína þinglegu reynslu úr sínum frábæra flokki,“ sagði hún. Sigríður tók þá til máls á ný og sagðist skilja Ingu þannig að hún líti svo á að þessi stjórn sé pólitískt skipuð og þannig að þeir einstaklingar sem skipaðir voru séu það hæfir að víkja hafi þurft frá skýrum ákvæðum jafnréttislaga. Hún ítrekaði svo spurningu sína um það hvers vegna ráðherrann hefði ekki látið af því verða að skipa TR nýja stjórn en skipunartími fyrri stjórnar rann út í nóvember. Hyggst leggja niður stjórn TR Inga Sæland tók til máls og sagðist hafa það í hyggju að leggja stjórn Tryggingastofnunar niður og að það frumvarp væri til meðhöndlunar á Alþingi. „Þar af leiðandi er ekki tímabært að skipa í nýja stjórn. Við teljum að stjórn Tryggingastofnunar sé í rauninni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yfirstjórn í stofnuninni sjálfri, forstjóra, og þetta heyrir beint undir ráðherra og ég efast ekki um að hv. þingmaður sjái hagræðinguna í því að vera ekki að skipa í stjórnir bara skipunarinnar vegna, enda erum við frekar að reyna að draga úr yfirbyggingu og óþarfa útgjöldum í stjórnir, nefndir og ráð sem hugsanlega mega missa sín,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, vísaði í fyrirspurn sinni til gagnrýni Verkfræðingafélags Íslands um hæfi nýrra stjórnarmanna og ósk Jafnréttisstofu eftir skýringu á því að ekki hefði verið höfð hliðsjón af jafnréttislögum við skipan í stjórnina. Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn HMS um miðjan mars og skipti út fyrri stjórn á einu bretti. Fimm nýir komu inn, fjórir þeirra hafa tengsl við Flokk fólksins. Þrír þeirra eru karlar og ein kona. Fimmti er svo framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Nefndin pólitískt skipuð Inga Sæland þakkaði Sigríði fyrirspurnina og benti á að heimilt sé að víkja frá meginreglur um jafnan rétt kynjanna ef hlutlægar ástæður liggi því að baki. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti háttvirtur þingmaður að þekkja mætavel með alla sína þinglegu reynslu úr sínum frábæra flokki,“ sagði hún. Sigríður tók þá til máls á ný og sagðist skilja Ingu þannig að hún líti svo á að þessi stjórn sé pólitískt skipuð og þannig að þeir einstaklingar sem skipaðir voru séu það hæfir að víkja hafi þurft frá skýrum ákvæðum jafnréttislaga. Hún ítrekaði svo spurningu sína um það hvers vegna ráðherrann hefði ekki látið af því verða að skipa TR nýja stjórn en skipunartími fyrri stjórnar rann út í nóvember. Hyggst leggja niður stjórn TR Inga Sæland tók til máls og sagðist hafa það í hyggju að leggja stjórn Tryggingastofnunar niður og að það frumvarp væri til meðhöndlunar á Alþingi. „Þar af leiðandi er ekki tímabært að skipa í nýja stjórn. Við teljum að stjórn Tryggingastofnunar sé í rauninni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yfirstjórn í stofnuninni sjálfri, forstjóra, og þetta heyrir beint undir ráðherra og ég efast ekki um að hv. þingmaður sjái hagræðinguna í því að vera ekki að skipa í stjórnir bara skipunarinnar vegna, enda erum við frekar að reyna að draga úr yfirbyggingu og óþarfa útgjöldum í stjórnir, nefndir og ráð sem hugsanlega mega missa sín,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira