Innlent

Fangageymslur fullar hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu

MYND/Getty Images

Nokkur erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og voru fangageymslur fullar en þeir sem þar gistu voru settir inn vegna ölvunar og óspekta. Þrír gistu fangaklefa lögreglunnar á Suðurnesjum af sömu orsökum.

Nokkuð var um að ökumenn væru stöðvaðir vegna gruns um ölvun eða að vera undir áhrifum fíkniefna. Þannig voru sex stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu, fjórir ökumenn á Suðurnesjum, einn á Egilsstöðum og tveir á Akureyri.

Þá stöðvaði lögreglan í Borgarnesi tvo ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Báðir höfðu þeir verið sviptir ökuskírteinum og voru því réttindalausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×