Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. apríl 2025 22:26 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Vilhelm Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Afbrotafræðingur segir dóminn þungan miðað við aldur drengsins. Dómur yfir piltinum var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í héraðsdómi Reykjavíkur, að honum viðstöddum. Hann var ákærður fyrir að hafa stungið Bryndísi Klöru og tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra, þegar hann var sextán ára. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi piltsins.Vísir/Anton Brink Samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Gæsluvarðhald sem pilturinn hefur sættdregst frá. Þá var hann dæmdur til greiðslu miskabóta. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, segir í samtali við fréttastofu að farið verði yfir forsendur dómsins áður en tekin verði ákvörðun um áfrýjun. Eðlilegt að fólki þyki dómurinn vægur Afbrotafræðingur segir viðbúið að viðbrögð samfélagsins verði á þá leið að dómurinn þyki of vægur. Brot piltsins séu alvarleg, og málið hafi legið þungt á samfélaginu í langan tíma. „En það er þannig að þetta er hámarksrefsing fyrir geranda á þessum aldri, því þrátt fyrir að hann sé sakhæfur þá er hann lagalega séð enn þá barn,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði hjá Háskóla Íslands. Pilturinn gengur hér niður tröppur dómhússins við Lækjargötu, í fylgd tveggja lögreglumanna embættis héraðssaksóknara, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp.Vísir/Anton Brink Í samhenginu sé því um þungan dóm að ræða. Pilturinn muni þó ekki sitja allan dóminn af sér. „Á þessum aldri getur hann sótt um reynslulausn þegar hann hefur afplánað einn þriða. Þannig að það eru eftir tæplega þrjú ár. Þannig að ég myndi segja að það sé mikilvægt að nýta þennan frekar stutta tíma vel, til betrunar. Það er alveg skýrt að þessi maður þarf mikla betrun. Þarf einhvers konar meðferð.“ Ekki vænlegt til betrunar að sitja inni með eldri mönnum Mjög ólíklegt sé að pilturinn muni sitja inni á Litla-Hrauni. „Það er almennt ekki talið vænlegt að mjög ungir gerendur afpláni með eldri mönnum.“ Það sé skiljanlegt sjónarmið að dómurinn sé vægur þegar um jafn alvarlegt brot er að ræða, en nefnir þó að allir gerendur á Íslandi snúi aftur út í samfélagið. „Og við verðum að gera það sem við getum til þess að fólk snúi betra aftur út í samfélagið. Það að hafa lengri fangelsisdóma er ekki góð leið til þess. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um svona unga gerendur,“ segir Margrét. Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Dómur yfir piltinum var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í héraðsdómi Reykjavíkur, að honum viðstöddum. Hann var ákærður fyrir að hafa stungið Bryndísi Klöru og tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra, þegar hann var sextán ára. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi piltsins.Vísir/Anton Brink Samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Gæsluvarðhald sem pilturinn hefur sættdregst frá. Þá var hann dæmdur til greiðslu miskabóta. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, segir í samtali við fréttastofu að farið verði yfir forsendur dómsins áður en tekin verði ákvörðun um áfrýjun. Eðlilegt að fólki þyki dómurinn vægur Afbrotafræðingur segir viðbúið að viðbrögð samfélagsins verði á þá leið að dómurinn þyki of vægur. Brot piltsins séu alvarleg, og málið hafi legið þungt á samfélaginu í langan tíma. „En það er þannig að þetta er hámarksrefsing fyrir geranda á þessum aldri, því þrátt fyrir að hann sé sakhæfur þá er hann lagalega séð enn þá barn,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði hjá Háskóla Íslands. Pilturinn gengur hér niður tröppur dómhússins við Lækjargötu, í fylgd tveggja lögreglumanna embættis héraðssaksóknara, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp.Vísir/Anton Brink Í samhenginu sé því um þungan dóm að ræða. Pilturinn muni þó ekki sitja allan dóminn af sér. „Á þessum aldri getur hann sótt um reynslulausn þegar hann hefur afplánað einn þriða. Þannig að það eru eftir tæplega þrjú ár. Þannig að ég myndi segja að það sé mikilvægt að nýta þennan frekar stutta tíma vel, til betrunar. Það er alveg skýrt að þessi maður þarf mikla betrun. Þarf einhvers konar meðferð.“ Ekki vænlegt til betrunar að sitja inni með eldri mönnum Mjög ólíklegt sé að pilturinn muni sitja inni á Litla-Hrauni. „Það er almennt ekki talið vænlegt að mjög ungir gerendur afpláni með eldri mönnum.“ Það sé skiljanlegt sjónarmið að dómurinn sé vægur þegar um jafn alvarlegt brot er að ræða, en nefnir þó að allir gerendur á Íslandi snúi aftur út í samfélagið. „Og við verðum að gera það sem við getum til þess að fólk snúi betra aftur út í samfélagið. Það að hafa lengri fangelsisdóma er ekki góð leið til þess. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um svona unga gerendur,“ segir Margrét.
Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira