Innlent

Meiri snjór á Akureyri en um árabil

Meiri snjór er nú á Akureyri en um árabil og fara margar vinnustundir í snjómokstur. Á mörkunum er að sumir finni bílana sína.

Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ hefur verið mikið annríki í snjómokstri síðustu daga þar sem allt að 25 snjómoksturstæki hafa verið að störfum.

Þó er enginn afgangur af því að hægt hafi verið að halda götum opnum. Eins og verkstjóri hjá Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar orðaði það í morgun. Það er erfitt að hreinmoka göturnar þegar snjóar nánast stanslaust.

Börnin fagna himnasendingunni, snjónum, af miklum móð og draga upp sleða og snjóþotur sem lengi hafa legið í geymslum. En bærinn vill brýna fyrir foreldrum barna að passa að þau láti ekki fyrir berast í snjóhúsum nálægt gangstéttum og svæðum sem mokuð eru með vinnuvélum.

Þá er bent á að bréfberar og sorphreinsunarmenn eigi víða erfitt með að komast leiðar sinnar og eru húseigendur hvattir til að moka hjá sér heima fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×