Innlent

Hundruð útlendinga fluttir á brott frá Tsjad

Sjötíu og fjórir útlendingar voru fluttir úr landi í franskri herflugvél sem fór frá Libreville í dag.
Sjötíu og fjórir útlendingar voru fluttir úr landi í franskri herflugvél sem fór frá Libreville í dag. MYND/AFP

Frakkar fluttu hundruð útlendinga frá Tsjad í dag. Barist er í höfuðborg landsins en forsetinn verst enn í höll sinni.

Frakkar eru með um 14 hundruð manna her í Tsjad. Hann hefur ekki blandað sér í orrustuna sem nú fer fram við forsetahöllina í N'Djamena, en franskir hermenn sáu hins vegar um brottflutning útlendinga úr landinu í dag. Þeim var safnað saman á þremur stöðum í höfuðborginni í gær og voru svo sóttir í morgun. Um miðjan dag fóru 400 manns, aðallega franskir ríkisborgarar, með fjórum flugvélum áleiðis til Frakklands.

Frakkar segja að Idriss Deby forseti hafi enn stjórn á hersveitum sínum og verjist í forsetahöllinni. Þykkur reykur sem lá yfir borginni bar vitni um mikinn bardaga með bæði byssum og þungavopnum. Um fimmtán hundruð uppreisnarmenn umkringja höllina. Gaddafí Líbýuleiðtogi mun bera boð á milli forsetans og uppreisnarmanna - en það virtist ekki verða til að draga úr áköfum bardögum sem héldu áfram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×