Innlent

Réðst að gjaldkerum með orðum og öxi

Breki Logason skrifar
Útibúið er lokað vegna ránsins.
Útibúið er lokað vegna ránsins.

„Það réðst hérna maður inn með öxi og ógnaði gjaldkerum bæði með orðum og öxinni sjálfri," segir Már Másson upplýsingafulltrúi Glitnis en vopnað rán var framið í útibúi bankans í Lækjargötu í morgun.

Már segir starfsfólk útibúsins hafa viðhaft hárrétt viðbrögð og ekki átt nein frekari samskipti við manninn. „Það er vinnuregla hjá okkur að gefa ekki upp hversu há upphæðin er í svona tilvikum," segir Már aðspurður hversu mikið ræninginn hafði upp úr krafsinu.

Við svona uppákomur fer í gang ákveðin neyðaráætlun sem Már segir að hafi gengið vel. „Lögreglan kemur á svæðið og vinnur sína vinnu en við snúum okkur að fólkinu okkar og leggjum áherslu á að aðstoða það."

Már segir að fagfólk á vegum bankans hafi nú þegar rætt við þá starfsmenn sem voru á svæðinu. „Við sinnum síðan þeim sem eftir því óska, það getur komið seinna upp og er allur gangur á því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×