Innlent

Vegum lokað vegna flóðs í Elliðaánum

Búið er að loka Rafstöðvarveginum við Elliðaárnar þar sem árnar hafa flætt yfir bakka sína.

Að sögn lögreglu er klakastíflu í ánum að líkindum um að kenna og er jafnvel talið að árnar geti flætt yfir gömlu brúna við Bíldshöfða. Töluverðar tafir á umferð hafa orðið vegna þessa þar sem lögregla hefur þurft að loka leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×